Jólabingó, jólarölt og jólafrí

Þriðjudaginn 12. desember fór fram stórglæsilegt jólabingó Fókus á einum fjölmennasta fundi félagsins frá upphafi. Helgina áður hittist hópur Fókusfélaga í miðbæ Reykjavíkur og myndaði jólastemminguna.

Jólarölt 9. desember

Það voru 12 fókusfélagar sem hittust við Hallgrímskirkju og röltu um miðbæinn, mynduðu stemminguna og jólaljósin og settust svo niður yfir heitu súkkulaði og kaffi á Loka. Þar var skrafað og skeggrætt um ýmislegt sem viðkemur ljósmyndun, eins og svo oft þegar félagar hittast eftir svona rölt. Fjöldi mynda frá röltinu birtust síðan á Facebook síðu félagsins.

https://www.facebook.com/groups/132511363819475

Jólabingó 12. desember

Heyri ég BINGÓ?! Mynd: Kristján U. Kristjánsson

Það var ánægjulegt að sjá hversu fjölmennur síðasti fundur ársins var, en 57 félagar mættu og tóku þátt í glæsilegu jólabingói. Reykjavík Foto útvegaði glæsilega vinninga sem runnu út og glöddu vinningshafana.

Glæsileg mæting og líklega met í sögu félagsins. Mynd: Kristján U. Kristjánsson

Sýninganefnd ræddi einnig við félaga um innsendingar og hvatti enn fleiri til þess að taka þátt. Allar upplýsingar um innsendingar hafa verið sendar félögum í tölvupósti.

Jólafrí

Félagsstarfið fer nú í jólafrí til 9. janúar en þá verður fyrirlestur frá einum af reynari blaða- og mannlífs ljósmyndara landsins. Við hlökkum til að taka upp þráðinn aftur, hefja undirbúning árbókar, sýningar og ljósmyndaferða með félögum!

Skráðu þig í Fókus ef þig langar til þess að komast í skapandi og skemmtilegan félagsskap áhugaljósmyndara og taka þátt í starfseminni.