Bakgrunnur
-
- Póstar: 155
- Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm
Hvar fæ ég bakgrunn sem er á rúllu sem er fest á vegg, jafnvel með 2-3 mismunandi rúllum? Þarf að vera af breiðustu gerð.
-
- Póstar: 155
- Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm
það er einmitt málið, þarna eru bara rúllur en engin græja til að festa þær upp á vegg og fleiri en eina rúllu.
Ég þarf t.d. eitthvað svona, ekkert endilega þetta samt. Svo þarf rúllan að vera nógu breið til að rúma t.d. 4ra sæta sófa með hliðarborði og drasli.
Ég þarf t.d. eitthvað svona, ekkert endilega þetta samt. Svo þarf rúllan að vera nógu breið til að rúma t.d. 4ra sæta sófa með hliðarborði og drasli.
- kiddi
- Kerfisstjóri
- Póstar: 274
- Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
Ég held að í svona hlutum, ef Beco á það ekki - þá á það enginn. Það er enginn með stúdíógræjur af sama kaliber eins og Beco. Gæti vel verið að Beco eigi þetta sem þig vantar þó það vanti á heimasíðuna, annars þarftu að panta þetta eða láta smíða fyrir þig 

Ég bjó mér til svona sjálfur á sínum tíma. Var reyndar ágætis lofthæð þar. En það sem ég gerði var í hinni einföldustu mynd, notuðum rúnaðar spýtur, líkt og köstsköft. Borað í gegnum endana á þeim og sett auga þar. Svo var bara spotti með lokaðri krækju sett í augun og dregið upp og niður eftir þörfum. Til að stoppa að rúllan rúllaði af bakgrunninum af voru settar klemmur á bakgrunnana. Í loftið voru sett hjól með múrtappa