Bílastæðahús Hörpu
-
- Póstar: 155
- Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm
Ég og Kaja gerðum okkur ferð í miðbæinn í gærkvöldi, í þeirri von að mannlífið væri komið á fullt í blíðunni. Þrátt fyrir milt veður var varla hræða á ferð og við gerðum bara gott úr þessu og fórum á kaffihús. Allt í einu mundi ég eftir stiga niður í bílastæðahús Hörpu þar sem tröppur, veggir og loft eru máluð í sterkum rauð/orange lit. Ég rambaði á þetta á sínum tíma, með Ragnhildi í Fókus og þetta býður upp á marga möguleika. Svo kíktum við inn í bílastæðahúsið og þar eru lituð loftljóst hér og þar, allt að 3 litir í hverju ljósi. Við lékum okkur í þessum ljósum í dágóða stund. Þetta er líka skemmtilegt umhverfi til að mynda í með hráu steypuna í bakgrunni. Það er alveg þess virði að kíkja þangað og leika sér í portrett myndatöku. Það er perla í Hörpunni
-
- Póstar: 89
- Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:32 pm
- Hafðu samband:
Fáum við að sjá einhverjar myndir? 
Kv. Ragnhildur
https://www.facebook.com/ragnhildurfinn
https://www.facebook.com/ragnhildurfinn
-
- Póstar: 155
- Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm
Ég er ekki að pósta mikið af myndum yfir höfuð en læt eitthvað fylgja hér. Eru nánast óunnar nema ég bjó til SH útgáfur því ég geri það við 90% af mínum myndum. Læt samt litaútgáfurnar fylgja því litirnir voru mjög dóminerandi í þessu tilviki. Við tókum helling af myndum en þessar þurftu litla vinnslu að mínu mati og voru því valdar hér.
-
- Fókusfélagi
- Póstar: 234
- Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:15 pm
Takk fyrir ábendinguna. Skemmtilegar myndir.