Sendið vefstjóra uppástungur um breytingar
- FilippusJó
- Fókusfélagi
- Póstar: 63
- Skráði sig: Mið Des 18, 2019 7:52 am
- Staðsetning: Reykjavík
Mjög gott framtak að heimasíða Fókus sé loks komin í loftið á ný eftir langt hlé. Er sammála því sem Emil skrifar hér að ofar. Persónulega finnst mér rétt að hafa síðuna Ljósmyndaklúbbur Fókus opna áfram þar er hægt að vekja athygli á Fókus það eru margir sem komu á síðustu 2-3 kynningarfundi sem fréttu af félaginu þar. Eins er með lokuðu síðuna hafa hana opna gæti verið gott til að koma orðsendingum til félagsmmanna ef loka þyrfti heimasíðunni um stund vegna tæknilegra mála. Þetta verður fínt þegar maður hefur lært betur á síðuna. Filippus Jóhannsson.
Síðast breytt af FilippusJó á Fös Jan 03, 2020 5:30 pm, breytt samtals 1 sinni.
- kiddi
- Kerfisstjóri
- Póstar: 274
- Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
Það er allt eins og þú nefnir, lokaða Fókus-Facebook grúbban er ennþá til en verður lokuð fyrir almenna umræðu og verður einmitt notuð til að koma skilaboðum áleiðis frá stjórn til félagsmanna, og Facebooksíðan "Ljósmyndaklúbbur Fókus" verður áfram opin fyrir allt og alla umræðu, þannig að það er í raun lítið breytt frá því sem áður var, það var bara glórulaust að vera með tvær Facebook grúbbur í gangi samhliða, og ef nýja vefsíðan okkar á að ná að dafna þá verðum við að fá fólk til að nota hana frekar en Facebook. Það er voðalega freistandi að nota Facebook en ég vil meina að allt sem fer inn á Facebook sé einnota því það hverfur svo fljótt í algleyming, og svo má ekki gleyma að ekki allir Fókusfélagar eru skráðir á Facebook. Ef við sýnum fordæmi og byrjum að nota þetta nýja kerfi þá er ég ekki í nokkrum vafa að þetta mun styrkja samfélagið talsvert, tala nú ekki um þegar keppnirnar komast almennilega í gang.FilippusJó skrifaði: ↑Fös Jan 03, 2020 5:28 pmMjög gott framtak að heimasíða Fókus sé loks komin í loftið á ný eftir langt hlé. Er sammála því sem Emil skrifar hér að ofar. Persónulega finnst mér rétt að hafa síðuna Ljósmyndaklúbbur Fókus opna áfram þar er hægt að vekja athygli á Fókus það eru margir sem komu á síðustu 2-3 kynningarfundi sem fréttu af félaginu þar. Eins er með lokuðu síðuna hafa hana opna gæti verið gott til að koma orðsendingum til félagsmmanna ef loka þyrfti heimasíðunni um stund vegna tæknilegra mála. Þetta verður fínt þegar maður hefur lært betur á síðuna. Filippus Jóhannsson.
Ég reyndar klúðraði smá að setja ekki inn tilkynningu vegna flutninganna á Facebook, en lokunin varði í mjög stuttan tíma fyrir flesta svo það ætti ekki að koma að sök. Ég hefði átt að vera búinn að flytja vefinn til Íslands miklu fyrr í ferlinu en það er bara svo mikið sem einn maður getur gert í jólastressinu

- kiddi
- Kerfisstjóri
- Póstar: 274
- Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
-
- Póstar: 155
- Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm
Er einhver möguleiki á einhverjum calendar fítus þar sem meðlimir geta sett inn eitthvað? Til dæmis er ég að fá einhverja með í portrait vinnu og það væri gaman ef tímasetningin á því væri í einhverju dagatali hér inni. Enn betra væri ef fólk gæti meldað sig inn þar ef það ætlar að koma, bara svona eins og í hefðbundu calendar með fundarboðum.
Kannski er þetta bara overkill... bara pæling.
Kannski er þetta bara overkill... bara pæling.
- kiddi
- Kerfisstjóri
- Póstar: 274
- Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
Ég er hræddur um að þetta sé overkill, það er tvennt í þessu sem ég hef áhyggjur af.Gunnar_Freyr skrifaði: ↑Lau Jan 04, 2020 3:53 pmEr einhver möguleiki á einhverjum calendar fítus þar sem meðlimir geta sett inn eitthvað? Til dæmis er ég að fá einhverja með í portrait vinnu og það væri gaman ef tímasetningin á því væri í einhverju dagatali hér inni. Enn betra væri ef fólk gæti meldað sig inn þar ef það ætlar að koma, bara svona eins og í hefðbundu calendar með fundarboðum.
Kannski er þetta bara overkill... bara pæling.
1. Ég er pínu hræddur við að hlaða of miklum viðbótum inn á phpBB spjallkerfið, það virkar kannski fínt núna en hafandi reynslu af rekstri vaktin.is síðastliðin 18 ár þá geta framtíðaruppfærslur orðið mjög erfiðar með of mörgum viðbótum.
2. Það er til event calendarfyrir phpBB sem er í BETA útgáfu, en það er stjarnfræðilega flókið í notkun og ég held að það sé langt út fyrir þægindaramma nánast allra sem eru í Fókusfélaginu, með fullri virðingu fyrir þeim.
Ég held að einfaldasta og skynsamasta lausnin væri fyrir þig að henda upp Google Docs skjali þar sem áhugasamir geta skráð inn nafnið sitt og símanúmer ef það hefur áhuga á þessum viðburði. Það er eflaust forsenda fyrir því að setja upp eitthvað mætingakerfi fyrir framtíðar viðburði, og auglýsi ég hér með eftir aðstoð með að finna raunhæfa, praktíska lausn á því máli sem er nógu einföld fyrir Fókusfélaga

-
- Póstar: 155
- Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm
Besta málkiddi skrifaði: ↑Sun Jan 05, 2020 12:19 amÉg er hræddur um að þetta sé overkill, það er tvennt í þessu sem ég hef áhyggjur af.Gunnar_Freyr skrifaði: ↑Lau Jan 04, 2020 3:53 pmEr einhver möguleiki á einhverjum calendar fítus þar sem meðlimir geta sett inn eitthvað? Til dæmis er ég að fá einhverja með í portrait vinnu og það væri gaman ef tímasetningin á því væri í einhverju dagatali hér inni. Enn betra væri ef fólk gæti meldað sig inn þar ef það ætlar að koma, bara svona eins og í hefðbundu calendar með fundarboðum.
Kannski er þetta bara overkill... bara pæling.
1. Ég er pínu hræddur við að hlaða of miklum viðbótum inn á phpBB spjallkerfið, það virkar kannski fínt núna en hafandi reynslu af rekstri vaktin.is síðastliðin 18 ár þá geta framtíðaruppfærslur orðið mjög erfiðar með of mörgum viðbótum.
2. Það er til event calendarfyrir phpBB sem er í BETA útgáfu, en það er stjarnfræðilega flókið í notkun og ég held að það sé langt út fyrir þægindaramma nánast allra sem eru í Fókusfélaginu, með fullri virðingu fyrir þeim.
Ég held að einfaldasta og skynsamasta lausnin væri fyrir þig að henda upp Google Docs skjali þar sem áhugasamir geta skráð inn nafnið sitt og símanúmer ef það hefur áhuga á þessum viðburði. Það er eflaust forsenda fyrir því að setja upp eitthvað mætingakerfi fyrir framtíðar viðburði, og auglýsi ég hér með eftir aðstoð með að finna raunhæfa, praktíska lausn á því máli sem er nógu einföld fyrir FókusfélagaÉg held það væri best ef það kerfi væri ekki háð spjallkerfinu heldur yrði sjálfstæð eining eða gæti unnið með Wordpress, því við getum ekki reiknað með að allir Fókusfélagar hafi áhuga á að skrá sig á spjallið, né á Facebook.

Vel gert!kiddi skrifaði: ↑Fös Jan 03, 2020 6:27 pmFyrirgefðu mér hvað þetta tók langan tímaHér er hún komin:
http://www.fokusfelag.is/arbok/
- kiddi
- Kerfisstjóri
- Póstar: 274
- Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
Á síðasta kvöldfundi (7. jan) kom fyrirspurn úr sal hvort það væri hægt að fá notendavænni ritara til að skrifa innlegg með, og viti menn - hann var til og hann er kominn í gagnið! Nú þurfum við ekki BBCodes með [ ] hornklofunum til að gera texta þykkan, skáletraðan o.s.frv. - kóðinn virkar áfram en er orðinn ósýnilegur. Nú virkar þetta eins og í Word, þið getið ýtt á CTRL-B til að kveikja á þykku letri sem dæmi.
Önnur spurning úr sal, var hvort það væri hægt að stilla þannig að nýjustu innleg séu efst í þráðum en ekki neðst - og jú, það er hægt, bæði fyrir hvern og einn þráð og líka fyrir spjallborðið í heild sinni.
Fyrir hvern og einn þráð er valmöguleiki neðst, sjá skjáskot:
Og fyrir allt spjallborðið þarf að smella á nafnið ykkar efst til hægri og velja eftirfarandi:
Önnur spurning úr sal, var hvort það væri hægt að stilla þannig að nýjustu innleg séu efst í þráðum en ekki neðst - og jú, það er hægt, bæði fyrir hvern og einn þráð og líka fyrir spjallborðið í heild sinni.
Fyrir hvern og einn þráð er valmöguleiki neðst, sjá skjáskot:
Og fyrir allt spjallborðið þarf að smella á nafnið ykkar efst til hægri og velja eftirfarandi: