Ég mun einhvern tíma á næstunni fara í portrait myndatökur fyrir námið mitt og datt í hug að kanna hvort einhverjir hér hafa áhuga á að vera með sem módel og auðvitað taka myndir líka. Ég sé fyrir mér að þetta hefjist svona um 15 - 20.jan. Ég er með stúdíóaðstöðu, ljós, octabox, softbox, reflectora, standa, bómu og ýmislegt fleira. Er að vísu bara með hvítan bakgrunn, væri gaman að vera með dökkan líka ef einhver á stórt svart lak eða eitthvað slíkt

Mögulega fer ég í umhverfisportrait myndatöku líka.
Athugið að þetta verður svona trial by error dæmi þar sem hlutir munu taka langan tíma og margar útgáfur af öllu mögulega verða prufaðar þannig að þetta er ekki eitthvað sem tekur 20 mín

Hvernig hljómar þetta?