Sæl veriði,
Er einhver hér að fást við það að laga gamlar myndir? Ég var beðin um að laga þessa mynd af ömmu minni fyrir jarðaför hennar nú í vikunni. Þetta er í fyrsta skiptið sem ég geri eitthvað svona en á þessari mynd fannst mér erfiðast að taka þennan ramma á augunum út þannig að engin ummerki sáust og svo þrífa skyrtuna og halda samt mynstrinu. Ég skannaði hana inn í tveimur hlutum og skeitti henni svo saman, en hún var í A3 stærð. Allt gert í PS.
Það var svona ljúf-sárt að fá þetta tækifæri en þessi mynd var ein af fáum sem henni líkaði við af sjálfri sér.
Hvað finnst ykkur? Mögulega gæti ég lagað "grain" eitthvað, en ég var ekki viss hvernig það væri gert í PS. Er einhver með ábendingar varðandi það?
Laga gamlar myndir
-
- Póstar: 89
- Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:32 pm
- Hafðu samband:
-
- Amma_Edited_minni.jpg (159.47 KiB) Skoðað 49790 sinnum
-
- Amma_UnEdited_minni.jpg (143.14 KiB) Skoðað 49790 sinnum
Kv. Ragnhildur
https://www.facebook.com/ragnhildurfinn
https://www.facebook.com/ragnhildurfinn
- kiddi
- Kerfisstjóri
- Póstar: 274
- Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
Mjög vel gert hjá þér
Fyrsta sem ég myndi gera væri sennilega að laga contrastinn aðeins, sjá skjáskot í viðhengi. Varðandi að minnka noise, þá er ekki hlaupið að því þar sem kornin eru svo stór að hefðbundin tól virka illa. Ein aðferð væri að taka "skin smoothing" tæknina sem þú notar til að fegra húð, þá myndi maður búa til auka afrit af grunnmyndinni, hreinsa hana, búa to svo til maska og teikna inn slétt svæði eins og kinnar og enni, en skilja flóknu svæðin (augu, munnur, nef og hár) eftir svo smáatriðin týnist ekki.

-
- amma.jpg (219.75 KiB) Skoðað 49786 sinnum
- kiddi
- Kerfisstjóri
- Póstar: 274
- Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
Varðandi de-noise þá er til plug-in fyrir Photoshop sem á að virka töluvert betur en allt annað sem er innbyggt, Topaz DeNoise AI, hefurðu skoðað það?
https://topazlabs.com/denoise-ai-2/
Hægt að sækja ókeypis prufuútgáfu
Ég nördaði mig aðeins í gang og sótti free trial sem virðist virka hömlulaust og án watermark í 30 daga. Prófaði bæði DeNoise og líka Gigapixel til að fá einhver myndgæði til baka. Mér sýnist eftir þessa meðferð að fókusinn í upprunalegu myndinni hafi verið ögn fyrir aftan andlitið á henni eða í sjálfu hárinu.
https://topazlabs.com/denoise-ai-2/
Hægt að sækja ókeypis prufuútgáfu

-
- Póstar: 89
- Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:32 pm
- Hafðu samband:
Vá hvað hún er fín hjá þér Kiddi! Tók ekki lengri tíma en þetta
Takk fyrir þessa ábendingu með forritið og contrast með levels. Hef aldrei kunnað á levels almennilega en það er greinilegt að ég þarf að læra betur á það 
Gaman að sjá hana svona fína
Gaman að sjá hana svona fína
Kv. Ragnhildur
https://www.facebook.com/ragnhildurfinn
https://www.facebook.com/ragnhildurfinn