Hér kemur mitt fikt - hefðum kannski átt að láta duga að hafa Bokeh - ég lenti sjálf í smá vandræðum með rautt og skellti þessum sveinka bara á koll fyrir framan jólatréð...
Ég ætlaði svoleiðis aldeilis að gefa mér tíma til að mynda eitthvað meiriháttar sniðugt fyrir þetta skemmtilega þema, en eins og oft vill gerast rétt fyrir jól hjá fjölskyldufólki þá á tíminn svolítið til að hlaupa frá manni. Hér er því ein mynd tekin með 50mm f/1.2 linsu bókstaflega innan í jólatrénu okkar.