Halló, ég sá einhvers staðar tilkynningu um breytingu á fundarefni næsta fundar, ég finn þetta ekki aftur. Veit ekki hvort þessi tilkynning var á Fasbókinni eða hér
kv. Sara Ella
þriðjudagsfundurinn næsti
- Ottó
- Fókusfélagi
- Póstar: 213
- Skráði sig: Fim Nóv 28, 2019 6:30 pm
- Staðsetning: Hafnarfjörður
- Hafðu samband:
Þriðjudagsfundur 4. febrúar 2020
Við minnum á næsta þriðjudagsfund þann 4. febrúar í Korpuskóla kl 20.00. Til stóð að Bernhard Kristinn atvinnuljósmyndari yrði með fyrirlestur & myndarýni en því miður forfallast hann vegna verkefnis úti á landi.
Dagskrá fundarins breytist því:
Fyrir hlé: Kristján U. Kristjánsson Fókusfélagi verður með stutta Photoshop sýnikennslu.
Eftir hlé: Ragnhildur Finnbjörnsdóttir Fókusfélagi sér um myndarýni.
Þið sem viljið varpa myndum ykkar upp á tjald þetta kvöld og viljið fá álit Ragnhildar og hópsins, endilega sendið myndirnar ykkar á myndir@fokusfelag.is fyrir kl 20.00 á mánudaginn 3. febrúar. Vonandi sjáum við sem flest
Við viljum líka minna á að í dag, 31. janúar er lokafrestur fyrir skil í fyrstu ljósmyndakeppnina okkar, en þegar þetta er skrifað hafa 12 innsendingar borist og væri gaman að fá örfáar í viðbót. Myndum skal skila fyrir miðnætti 31. janúar á keppni@fokusfelag.is. Upplýsingar vegna keppninnar er á spjallinu okkar: viewtopic.php?f=22&t=58
Varðandi næstu keppni, febrúarkeppnina, er gaman að segja frá því að Origo/Canon ætla að styrkja keppnina og gefa verðlaunahafa febrúarkeppninnar Canon SELPHY CP1300 10x15 ljósmyndaprentara að verðmæti 24.900, og kunnum við Halldóri vini okkar hjá Origo/Canon bestu þakkir fyrir.
Önnur skemmtileg tölfræði er sú að í dag eru Fókusfélagar 107 talsins. Yfir 1.050 einstakir gestir hafa heimsótt nýju vefsíðuna okkar í janúar með tæplega 3.000 heimsóknum. Árið byrjar aldeilis vel!
Sjáumst á þriðjudagskvöld!
Við minnum á næsta þriðjudagsfund þann 4. febrúar í Korpuskóla kl 20.00. Til stóð að Bernhard Kristinn atvinnuljósmyndari yrði með fyrirlestur & myndarýni en því miður forfallast hann vegna verkefnis úti á landi.
Dagskrá fundarins breytist því:
Fyrir hlé: Kristján U. Kristjánsson Fókusfélagi verður með stutta Photoshop sýnikennslu.
Eftir hlé: Ragnhildur Finnbjörnsdóttir Fókusfélagi sér um myndarýni.
Þið sem viljið varpa myndum ykkar upp á tjald þetta kvöld og viljið fá álit Ragnhildar og hópsins, endilega sendið myndirnar ykkar á myndir@fokusfelag.is fyrir kl 20.00 á mánudaginn 3. febrúar. Vonandi sjáum við sem flest

Við viljum líka minna á að í dag, 31. janúar er lokafrestur fyrir skil í fyrstu ljósmyndakeppnina okkar, en þegar þetta er skrifað hafa 12 innsendingar borist og væri gaman að fá örfáar í viðbót. Myndum skal skila fyrir miðnætti 31. janúar á keppni@fokusfelag.is. Upplýsingar vegna keppninnar er á spjallinu okkar: viewtopic.php?f=22&t=58
Varðandi næstu keppni, febrúarkeppnina, er gaman að segja frá því að Origo/Canon ætla að styrkja keppnina og gefa verðlaunahafa febrúarkeppninnar Canon SELPHY CP1300 10x15 ljósmyndaprentara að verðmæti 24.900, og kunnum við Halldóri vini okkar hjá Origo/Canon bestu þakkir fyrir.
Önnur skemmtileg tölfræði er sú að í dag eru Fókusfélagar 107 talsins. Yfir 1.050 einstakir gestir hafa heimsótt nýju vefsíðuna okkar í janúar með tæplega 3.000 heimsóknum. Árið byrjar aldeilis vel!
Sjáumst á þriðjudagskvöld!
Kv.Guðjón Ottó Bjarnason.
http://www.flickr.com/photos/gudjonotto/
https://www.instagram.com/ottomrnisi/
http://www.flickr.com/photos/gudjonotto/
https://www.instagram.com/ottomrnisi/