Jæja nú er komið að fermingu hjá mér og vitanlega fylgir því að taka myndir af skvísunum og mig langar að fara með þær til atvinnuljósmyndara, er einhver hér inni sem þekkir til einhverja sem eru góðir
með fyrirfram þökk
Einar
Fermingarmyndataka
infantia.eueinarbjorn skrifaði: ↑Sun Jan 26, 2020 10:20 pmJæja nú er komið að fermingu hjá mér og vitanlega fylgir því að taka myndir af skvísunum og mig langar að fara með þær til atvinnuljósmyndara, er einhver hér inni sem þekkir til einhverja sem eru góðir
með fyrirfram þökk
Einar
Dóttir mín er með ofangreint netfang og er atvinnuljósmyndari. Allar upplýsingar á síðunni.
Pétur Árnason
- kiddi
- Kerfisstjóri
- Póstar: 274
- Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
Slóðin virkar ekki :/
Annars langar mig að mæla með:
https://www.uptherewedding.com/ - Þetta er hann Tóti í Beco, einn af mínum uppáhaldsljósmyndurum, veit ekki hvort hann taki að sér fermingarmyndir en ef hann gerir það þá ertu heppinn

Svo er það Heida (með D-i), hún er klassísk fyrir allan peninginn og skilar þessu vel:
http://www.heidahb.com/confirmations
Birta Rán, frábær ljósmyndari með ferskt auga og flottan stíl sem yngri stelpurnar elska, ég veit sömuleiðis ekki heldur hvort hún geri út fyrir fermingarmyndatökur en hún leysir það pottþétt frábærlega:
https://www.birtaran.com/