Á morgun mun ég ásamt Óla Jóns, Fókusfélaga, taka upp podcast þar sem umræðuefnið er ljósmyndun. Við ætlum að gera þetta reglulega, byrjuðum á að taka upp "pilot" fyrir samkomubannið og heppnaðist það bara vel. Hugmyndin er sú að þegar þetta er komið almennilega af stað, verði endrum og sinnum gestur í þáttunum, kannski einhver sem hefur sérhæft sig í einhverju eða getur frætt okkur um eitthvað skemmtilegt. Við munum taka fyrir einhver topic, ræða þau til hlítar en mest megnis er þetta bara skemmtilegt spjall fyrir alla sem hafa áhuga á ljósmyndun. Við ætlum að taka upp þátt á morgun í stúdíóinu hand Óla. Ef einhvern langar að koma og spjalla við okkur um ljósmyndatengt efni, eitthvað sem þið hafið sérstakan áhuga á, í ca. klukkustund þá er bara um að gera að svara kallinu hér
