Veit einhver hér um almennilega on-line ljósmyndaskóla? Ég veit að NY Institute of Photography og er að pæla í honum, en mér finnst hann dýr (ef til vill eru allir dýrir ef maður fær réttu þjónustuna) og það eru svolítið mismunandi review um hann. Svo hef ég tekið námskeið í PS, LR og fleira í The School of Photography, sem mér finnst æðislegt þegar maður er að læra frá grunni, en nú þarf ég eitthvað dýpra.
Ég hef aðeins skoðað Tækniskólann, þar þarf maður að taka grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina, sem er hægt að gera með vinnu en það er víst ekki hægt að taka fagnámið Ljósmyndun með vinnu.
Það sem ég hef áhuga á er að læra meira um ljósmyndun og tækni, gera tasks og fá personal feedback. Svo myndi þurfa að vera eitthvað annað í boði en "almenn ljósmyndun". Ég hef t.d. áhuga á að læra portraiture og mögulega journal photography eða eitthvað álíka.
Ég hlakka til að heyra frá ykkur
