Capture one

Hér má spyrja hvers sem er varðandi ljósmyndun, tæknimál, græjur, aðstoð vegna vefsins eða varðandi sjálft Fókusfélagið. Hér verður öllu svaraverðu svarað.
Svara
Skjámynd
kristínsig
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 6
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 11:09 pm

Þri Jan 07, 2020 12:03 pm

Sæl, hafið þið einhverja reynslu af capture one ljósmyndaforritinu ?
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 261
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Þri Jan 07, 2020 2:09 pm

Já, það er gríðarlega öflugt. Ég nota samt Lightroom að staðaldri persónulega. Atvinnuljósmyndarar sem vinna með myndir af fólki kjósa vanalega Capture One framyfir Lightroom, ástæðan er margþætt en helstu ástæðurnar eru m.a. litvinnsla, þeas. húðtónar og stjórn á húðtónum þykir vera talsvert betri með Capture One, og svo virkar Capture One svo frábærlega þegar það er beintengt við myndavélina í stúdíói. Þeir landslagsljósmyndarar sem hafa prófað bæði, vilja þó frekar kjósa Lightroom af sömu ástæðu, landslagsfólkinu þykir litvinnslan í Lightroom henta betur fyrir landslagið. Auðvitað er þetta samt allt smekksatriði þegar öllu er á botninn hvolft. Það kostar ekkert að prófa Capture One í 30 daga svo ég mæli eindregið með því, en ég mæli líka með að þú skoðir kynningar- og kennslumyndbönd á Youtube því Capture One er pínulítið yfirþyrmandi fyrir nýja notendur, viðmótið er umtalsvert flóknara en Lightroom.
Gunnar_Freyr
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 144
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Þri Jan 07, 2020 2:51 pm

ég skipti alfarið úr LR yfir í C1 og sé ekki eftir því. Fyrir mína parta stendur C1 sig betur í öllu nema skipulagningu á catalogue-inum. Layers eru ómissandi, mun meiri möguleikar í litavinnslu, skin tone jöfnun. frábær luminosity maski, elska að geta valið alls kyns litatóna og breytt því í layer með maska með einu klikki. Auðvitað er þetta persónubundið og það er eins og með myndavélarnar, besta forritið er það sem virkar fyrir þig. Ég skal alveg reyna að svara spurningum um forritið ef þú vilt.
Svara