Má ég sjá oní töskuna þína? :)

Allt á milli himins og jarðar
Svara
Skjámynd
Daðey
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 127
Skráði sig: Sun Des 29, 2019 8:03 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Fös Jún 19, 2020 9:29 pm

Hæhæ
Ég er búin að sprengja utan af mér bakpokann minn og þarf stærri.

Það sem þarf að rúmast í honum er
Canon 70-200mm
Canon 16-35mm
Canon 28-70mm
Canon 50mm
Kassi af filterum
Flass
Og allskonar aukahlutir eins og batterí, lítill þrífótur, höfuðljós...

Kostur ef það væri pláss fyrir vélina líka, en finnst allt í lagi að hafa hana í sér tösku um hálsinn.

Hvaða tösku ert þú með? Mætti ég sjá mynd af henni - opinni ef hægt er :)
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 261
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fös Jún 19, 2020 10:31 pm

Ohh þetta er svo mikið lúxusvandamál. Ég á love/hate samband við töskur og hef alltaf átt. Eins og með myndavélar þá hef ég átt næstum allar tegundir af töskum í gegnum árin og alltaf komið mér í sömu vandræðin, sem eru að eiga of mikið af græjum. Mín „lausn“ er að vera með millistærð af tösku og færa í töskuna það sem ég þarf að hverju sinni því ef ég ætti tösku sem rúmaði allt þá yrði taskan of þung til að bera. Þær töskur sem hafa hentað mér best í gegnum árin eru Thinktank Airport og Streetwalker línurnar, það eru einfaldar töskur sem eru hugsaðar eingöngu fyrir myndavélagræjur og ekki hugsaðar fyrir almennt útivistardót, en margar töskur eru með allsskonar festingar og aukahólf fyrir dót sem tengist ekki ljósmyndun. Svoleiðis töskur eru brill fyrir þá sem það þurfa en fyrir mig er það óþarfa þyngd og sóun á efni, svo Thinktank Airport töskurnar hafa sameinað það að vera fisléttar, þunnar og einfaldar en með akkurat rétta plássið fyrir linsur og myndavélar. Ég á bara einn bakpoka í dag sem er Thinktank StreetWalker Pro, hún tekur stóra 300/2.8 linsu með margfaldara, boddí, aukalinsu og filterkittið. Ég átti einusinni Thinktank Airport Commuter sem ég asnaðist til að selja og dauðsé eftir en mig langar að kaupa hana aftur eða jafnvel stærri týpuna af henni sem heitir Airport Accelerator. Ég er nýkominn úr langri sumarbústaðarferð og ég fékk lánaða risatösku frá vinnufélaga mínum, Lowepro Pro Roller X300 sem er á hjólum. Taskan eintóm er blýþung og verður óbærilega þung þegar hún er með öllu draslinu mínu svo hún er pottþétt ekki málið. Mig langar svolítið í F-Stop Tilupa en hún kostar hátt í 100þ. hingað komin og er full af fítusum sem ég þarf ekki,, enda hálfgerð útivistartaska líka. Svo ég held áfram að engjast um í vali mínu með næstu tösku og hlakka til að sjá hvað aðrir hafa um þetta að segja :D
Skjámynd
Ottó
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 187
Skráði sig: Fim Nóv 28, 2019 6:30 pm
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:

Lau Jún 20, 2020 12:00 am

Þetta er stæðsta vandamál ljósmyndans, en þessa tösku er ég með og er bísna ánægður með hana.
https://fstopgear.com/products/packs/lotus
Fílterar eru fyrir ofan og glittir í þá.
unnamed.jpg
Skjámynd
Þórir
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 42
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:07 pm

Lau Jún 20, 2020 12:00 pm

Ég er búinn að eiga alveg rúmlega helling af töskum og einhvernvegin aldrei fundið réttu töskuna en ég er orðinn nokkuð sáttur núna. Bara að hafa eina tösku fyrir hvert og eitt tilefni. Lowepro
Þessa nota ég mest, er með nánast allt sem ég þarf en er frekar þung ca 12kg með öllum búnaði.
20200620_111056.jpg
Þessa nota ég í allskonar ferðir þar sem ég þarf ekki stóru linsuna. Frá Tamrac.
20200620_111633.jpg
Svo er það þessi sem ég nota í umm veit ekki hvað en var mjög sniðug þegar ég verslaði hana (betra að eiga enn vanta en þarf að losa mig við) 😃 Manfrotto hard case.
20200620_113313.jpg
Og síðast en ekki síst litla Peak Design axlar taskan sem ég elska að vera með á röltinu.
peak_design_everyday_sling_5l_ash_pdbsl5as1a07ce8866645b4a86930d703b4a0ad99628c7a08.jpg
peak_design_everyday_sling_5l_ash_pdbsl5as1a07ce8866645b4a86930d703b4a0ad99628c7a08.jpg (55.76 KiB) Skoðað 1459 sinnum
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 261
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Sun Jún 21, 2020 11:26 am

Hér má sjá ljósmyndaklabbið mitt. Í töskunni (Thinktank Streetwalker Pro V2 frá Fotoval.is) eru græjurnar sem ég nota mest:

Canon EOS R með rafhlöðuhaldi og EF-adapter
Canon EF 300/2.8L IS með 1.4x II margfaldara (linsan verður 420mm f/4 með margfaldaranum)
Sigma 28mm f/1.4 ART
KASE Filter sett
+ stór ól til að hengja stóru linsuna í

Utan töskunnar sem ég nota stundum eftir þörf:
Canon EF 100/2.8 Macro
Canon EF 500/4.5L
Canon EF 2x II margfaldari
Sigma 50mm f/1.4 ART

Svo má sjá þrífótinn annarsvegar með svokallaðri rólu fyrir stóru linsurnar og svo hefðbundinn ArcaSwiss d4m þrífótshaus. Ef ég ætlaði að koma þessu öllu (jafnvel án 500mm linsunnar) í eina tösku þá verður taskan einfaldlega alltof þung.
graejur.jpg
Skjámynd
FilippusJó
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 60
Skráði sig: Mið Des 18, 2019 7:52 am
Staðsetning: Reykjavík

Sun Jún 21, 2020 12:22 pm

Það hefur alltaf verið höfuðverkur hjá myndavélataskan. Hef átt tösku sem ég kom í myndavél og fjóum til fimm linsum og einhverju af smádóti. En það var orðið nokkuð þungt. núna er ég með tösku fyrir myndavél og tvær linsur og eitthvað smádót. Er svo með tösku fyrir þrjár linsur og tösku fyrir filterana. sem ég gríp með ef hyggst nota það sem í þeim er. Þrífætinum held ég á en nota einfótung mjög mikið. Þykir best að bera sem minnst.
Skjámynd
Daðey
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 127
Skráði sig: Sun Des 29, 2019 8:03 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Sun Jún 21, 2020 12:55 pm

Fróðlegt :) Gaman að sjá þetta :)

Ég er aðallega í þessum vanda því ég kem ekki filterkitinu í sínu super veglega hulstri á neinn mögulegan hátt í töskuna sem ég er með núna, hún er ekki nógu djúp, en það myndi leysast ef ég set þá í mjúka filtertösku sem ég sé að margir eru með...

Get haft það hangandi í ól utan á mér en finnst það ekki henta, og illa við að krækja því utan á töskuna.

Eru þessi mjuku filteraveski alveg málið? Átta mig kannski ekki alveg a því hversu viðkvæmir þessir filterar eru og finnst ég nánast vera að handleika fjársjóð því þetta kostar nú alveg sitt...
Skjámynd
Ottó
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 187
Skráði sig: Fim Nóv 28, 2019 6:30 pm
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:

Sun Jún 21, 2020 2:03 pm

Daðey skrifaði:
Sun Jún 21, 2020 12:55 pm
Fróðlegt :) Gaman að sjá þetta :)

Ég er aðallega í þessum vanda því ég kem ekki filterkitinu í sínu super veglega hulstri á neinn mögulegan hátt í töskuna sem ég er með núna, hún er ekki nógu djúp, en það myndi leysast ef ég set þá í mjúka filtertösku sem ég sé að margir eru með...

Get haft það hangandi í ól utan á mér en finnst það ekki henta, og illa við að krækja því utan á töskuna.

Eru þessi mjuku filteraveski alveg málið? Átta mig kannski ekki alveg a því hversu viðkvæmir þessir filterar eru og finnst ég nánast vera að handleika fjársjóð því þetta kostar nú alveg sitt...
Sæl ég myndi skoða þessa tösku utan um fílterana því brúni kassinn er ekki besti kosturinn.
https://nisiopticsusa.com/product/nisi- ... 100x150mm/
Og það eru til fleiri frammleiðindur á töskum, ég á til dæmis svona sem er til sölu.
https://www.bhphotovideo.com/c/product/ ... _hive.html
Skjámynd
Þorkell
Póstar: 78
Skráði sig: Fös Nóv 29, 2019 7:53 am
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Sun Jún 21, 2020 5:06 pm

Ég á Thinktank Airport Commuter (sams konar tösku og Kiddi dauðsér eftir að hafa selt) sem ég keypti eftir að hafa prófað svoleiðis hjá Kidda.
20200621_164444.jpg
. Í henni er ég yfirleitt með allt dótið mitt, en þegar ég fer út að mynda þá tek ég úr henni og set í Tamrac Velocity 9x tösku sem ég á. En hún rúmar myndavélina með allt að 70-200/4 linsu auk tveggja annara linsa. Utan á þá tösku hengi ég filteratöskuna mína. Auk þess á ég 200-500/5.6 linsu sem ég fer út með við sérstök tilefni en hún er í sér tösku.

P.S. Ég er bara að sjá það núna að tærnar á mér eru á myndinni. Vona að þið hljótið ekki skaða af.
Þorkell Sigvaldason
Instagram - Flickr
Skjámynd
Þorkell
Póstar: 78
Skráði sig: Fös Nóv 29, 2019 7:53 am
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Mán Nóv 22, 2021 4:48 pm

Ég er aðeins að endurskoða töskumálin. Var að fá mér Camera Cube frá Peak Design sem er innvols í aðrar töskur frá þeim, það er á dagskránni að fá mér tösku utan um innvolsið en fyrst ætla ég að reyna að losna við eitthvað af þeim töskum sem ég á.
20211122_161525.jpg
Þorkell Sigvaldason
Instagram - Flickr
Svara