Velkomnir nýjir Fókusfélagar og aðrir :)

Hér má spyrja hvers sem er varðandi ljósmyndun, tæknimál, græjur, aðstoð vegna vefsins eða varðandi sjálft Fókusfélagið. Hér verður öllu svaraverðu svarað.
Svara
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 261
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Þri Des 17, 2019 11:20 pm

Hæhæ og vertu velkomin(n) á spjallið! Nú örfáum klukkustundum eftir að vefurinn var formlega kynntur hafa strax nokkrir Fókusfélagar skráð sig og hef ég nú þegar uppfært aðgangsheimildir þeirra að lokuðum grúbbum félagsins.

Ef þú ert sannanlega Fókusfélagi og ekki kominn með fullan aðgang, þá gæti tekið 1-2 daga fyrir það að gerast því við þurfum handvirkt að klára skráninguna. Við erum tveir kerfisstjórarnir, ég og Þorkell. Þið megið skilja eftir skilaboð hér við þessu innleggi til að minna á ykkur ef við höfum gleymt ykkur :)

Athugið að mikilvægt er að nota sama netfang og er skráð í meðlimatali Fókusfélagsins, ef þú notaðir annað netfang þá þarftu að hafa samband við okkur og segja okkur hvaða netfang þú skráðir hjá Fókus við upprunalegu umsóknina í félagið.

kv. Kristján
Svara