Verðlagning?

Hér má spyrja hvers sem er varðandi ljósmyndun, tæknimál, græjur, aðstoð vegna vefsins eða varðandi sjálft Fókusfélagið. Hér verður öllu svaraverðu svarað.
Svara
Skjámynd
Daðey
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 127
Skráði sig: Sun Des 29, 2019 8:03 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Mið Mar 31, 2021 4:47 pm

Hæhæ
Ég er með 5dmiii, batterygrip, L bracket, hleðslutæki, ól, og kort sem ég veit ekki hvernig ég ætti að verðleggja sem pakka. Myndi alveg þiggja aðstoð frá einhverjum sem hefur verðskyn á þetta :)
20210331_163002.jpg
Hef ég einhverja leið til að sjá hversu mikið hún er skotin annað en að láta lesa af hjá Beco eða öðrum?
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 261
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fim Apr 01, 2021 12:13 am

Það er forrit sem kallast MagicLantern sem þú setur á minniskortið, ég hef notað þetta margoft með góðum árangri. Þetta forrit býður uppá óteljandi hluti og þar á meðal nákvæman rammafjölda, en þú þarft smá þolinmæði og kynna þér hvernig uppsetningin á þessu virkar :)

https://magiclantern.fm/

Hvað varðar verðlagningu, þá er mjög erfitt að selja notað myndavéladót á Íslandi í dag því framboð er meira en eftirspurn svo það eru í raun engin gangverð því það eru svo fáir að kaupa. Mér sýnist algeng söluverð á ljósmyndaspjallborðum í USA vera frá $750 - $950 fyrir sambærilegan pakka og þú ert að selja, sem gefur manni verðbilið 120-150 þús miðað við löglegan innflutning til landsins. Mér sýnist 5D Mark IV hafa verið að fara á 220-250þús undanfarið. Þetta ætti vonandi að gefa þér einhverjar hugmyndir :)
Skjámynd
Daðey
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 127
Skráði sig: Sun Des 29, 2019 8:03 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Lau Apr 10, 2021 9:20 pm

kiddi skrifaði:
Fim Apr 01, 2021 12:13 am
Það er forrit sem kallast MagicLantern sem þú setur á minniskortið, ég hef notað þetta margoft með góðum árangri. Þetta forrit býður uppá óteljandi hluti og þar á meðal nákvæman rammafjölda, en þú þarft smá þolinmæði og kynna þér hvernig uppsetningin á þessu virkar :)

https://magiclantern.fm/

Hvað varðar verðlagningu, þá er mjög erfitt að selja notað myndavéladót á Íslandi í dag því framboð er meira en eftirspurn svo það eru í raun engin gangverð því það eru svo fáir að kaupa. Mér sýnist algeng söluverð á ljósmyndaspjallborðum í USA vera frá $750 - $950 fyrir sambærilegan pakka og þú ert að selja, sem gefur manni verðbilið 120-150 þús miðað við löglegan innflutning til landsins. Mér sýnist 5D Mark IV hafa verið að fara á 220-250þús undanfarið. Þetta ætti vonandi að gefa þér einhverjar hugmyndir :)
Kærar þakkir Kiddi :) Þetta reddaði mér alveg :)
Svara