Síða 1 af 1

110-140 ára gamlar „lifandi“ ljósmyndir úr Reykjavík

Sent: Fös Júl 15, 2022 1:43 pm
af kiddi
Ég vinn við kvikmyndagerð, aðallega hreyfigrafík og tæknibrellur. Ég fékk það verkefni í vor að færa líf í gamlar ljósmyndir úr Reykjavík, fyrir sýningu sem er í Borgarsögusafni Reykjavíkur, á Aðalstræti 10. Þessar myndir eru flestar 110-140 ára gamlar og voru teknar á glerplötur. Margar ljósmyndanna voru ævintýralega illa farnar svo það þurfti talsverða hreinsunarvinnu á hverja einustu mynd áður en vinna gat hafist. Í kjölfarið þurfti ég að maska út forgrunnsatriði eins og fólk, bíla og byggingar, mála inn holurnar sem urðu eftir og skella svo forgrunnsatriðunum á nýja „layera“ ofan á allt, og því næst var hægt að varpa myndunum á þrívíddarplötur, þetta er tækni sem kallast „camera projection“. Hljóðheimurinn var unninn af Nicolas Liebing. Hér kemur lítið og stutt brot af því sem má sjá á sýningunni, á stóri tjaldi í 5.1 hljóðumhverfi.
Vonandi hafið þið gaman að þessu, og ekki hika við að skjóta spurningum ef þið hafið þær :)

Smellið hér til að sjá sýnishornið, eða skellið ykkur á sýninguna niðri í miðbæ til að sjá lengri mun útgáfu af þessu með fleiri myndum :)

https://augnablik.is/borgarsogusafn-reykjavikur


vlcsnap-2022-07-15-00h31m27s523.png
vlcsnap-2022-07-15-00h30m59s308.png

Re: 110-140 ára gamlar „lifandi“ ljósmyndir úr Reykjavík

Sent: Þri Júl 26, 2022 12:09 am
af Ottó
Skemmtilegt

Re: 110-140 ára gamlar „lifandi“ ljósmyndir úr Reykjavík

Sent: Fim Júl 28, 2022 12:06 am
af Daðey
Vá - þetta er virkilega töff!

Re: 110-140 ára gamlar „lifandi“ ljósmyndir úr Reykjavík

Sent: Sun Júl 31, 2022 7:38 am
af Elin Laxdal
Vá - meiriháttar flott ! Þvílík vinna sem hefur farið í þetta verkefni.