Smá street ljósmyndir

Manneskjur í aðalhlutverki. Mannlíf, götuljósmyndun, stúdíómyndir, brúðkaupsmyndir, barnamyndir og íþróttir.
Svara
Ragnhildur
Póstar: 89
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:32 pm
Hafðu samband:

Fös Okt 16, 2020 5:03 pm

Sæl öll,

Ég kíkti til Dk í síðasta mánuði og nýtti tækifærið til að taka smá street myndir. Eitt það skemmtilegasta sem ég veit er að gera þetta þegar ég er á ferðalagi um heiminn. Ég verð svo glöð, að mér fer alltaf að finnast allir svo fallegir sem ég sé. Vil taka myndir af öllu þessu fallega fólki og töff stöðum :D Sérstök en góð tilfinning.

Í Dk kíkti ég við á Reffen, sem er svona samsafn af street food stations og fleiru. Ég hefði getað verið þarna heilan dag bara að mynda og njóta en því miður gafst ekki tími til þess. Fer pottþétt þarna aftur. Ef ég ætti heima í Dk þá væri ég líklega allaf þarna ;)

Hér eru nokkrar myndir frá staðnum en ég náði ótal skemmtilegum að mínu mati.
DSC03796.jpg
DSC03796.jpg (547.17 KiB) Skoðað 8224 sinnum
DSC03785.jpg
DSC03785.jpg (441.67 KiB) Skoðað 8224 sinnum
DSC03779.jpg
DSC03779.jpg (494.22 KiB) Skoðað 8224 sinnum
DSC03778.jpg
DSC03778.jpg (690.01 KiB) Skoðað 8224 sinnum
DSC03773.jpg
DSC03773.jpg (570.01 KiB) Skoðað 8224 sinnum
DSC03759.jpg
DSC03759.jpg (513.51 KiB) Skoðað 8224 sinnum
DSC03757.jpg
DSC03757.jpg (595.33 KiB) Skoðað 8224 sinnum
DSC03750.jpg
DSC03750.jpg (575.97 KiB) Skoðað 8224 sinnum
DSC03744.jpg
DSC03744.jpg (676.65 KiB) Skoðað 8224 sinnum
DSC03726.jpg
DSC03726.jpg (498.92 KiB) Skoðað 8224 sinnum
DSC03715.jpg
DSC03715.jpg (249.61 KiB) Skoðað 8224 sinnum
Sara Ella
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 87
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 10:15 pm

Sun Okt 18, 2020 9:43 pm

Skemmtilegar myndir, en er ég svona gamaldags að finnast myndir sem eru ekki í fókus ekki nógu góðar? Aðrar finnst mér mjög góðar og skemmtileg vinnsla á myndunum, takk Ragnhildur að sýna okkur hvað er að gerast annarsstaðar en á Íslandi þessa dagana
Ragnhildur
Póstar: 89
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:32 pm
Hafðu samband:

Mán Okt 19, 2020 4:37 pm

Sara Ella skrifaði:
Sun Okt 18, 2020 9:43 pm
Skemmtilegar myndir, en er ég svona gamaldags að finnast myndir sem eru ekki í fókus ekki nógu góðar?
Takk Sara. Gaman að fá athugasemd frá þér og vangaveltur um fókus í ljósmyndum. Þetta er góð spurning. Fyrir mér, þá vegur tilfinning fyrir myndinni þyngra en fókus. Þegar ég horfi t.d. á þessar tvær myndir sem ég póstaði og eru ekki í fókus, þá vekja þær upp tilfinningar um ást og kærleik. Hreyfingin bætir mögulega við hverfulleika. Augnablikið sem er liðið.

Einnig má velta fyrir sér hvort slíkar myndir falli frekar undir abstract hlið ljósmyndunar - nú eða eru bara lélegar :)

Það væri gaman að heyra hvað fleirum finnst :)
Skjámynd
Þorkell
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 98
Skráði sig: Fös Nóv 29, 2019 7:53 am
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Mán Okt 19, 2020 8:10 pm

Ragnhildur skrifaði:
Mán Okt 19, 2020 4:37 pm
Einnig má velta fyrir sér hvort slíkar myndir falli frekar undir abstract hlið ljósmyndunar - nú eða eru bara lélegar :)

Það væri gaman að heyra hvað fleirum finnst :)
Veistu, ég hef verið að spá í þessu. Þetta er svolítið vandmeðfarið og vandamálið með myndir sem eru úr fókus er hvort það var viljandi gert eða ekki. Hérna fæ ég á tilfinninguna að mikið sé að gerast þarna.
Þorkell Sigvaldason
Instagram - Flickr
Sara Ella
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 87
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 10:15 pm

Þri Okt 20, 2020 5:33 pm

Það er endalaust hægt að spá og spekúlega, það er einmitt það sem hverjum og einum finnst um sína mynd sem er svo skemmtilegt, ekki láta einhvern sem er ekki á sömu skoðun skemma fyrir manni, við sjáum myndefnið í mismunandi ljósi og auðvitað er það tilfinningin ekki síður en hvernig myndin ,,á að vera". Flott hjá þér Ragnhildur og gaman að fá svar frá þér, kveðja yfir götuna
Svara