Síða 1 af 1

Speglun á eldavélinni

Sent: Þri Apr 14, 2020 10:46 pm
af Ragnhildur
Komið þið sæl,

Til gamans þá langar mig að sýna ykkur hvernig ég hef verið að prófa mig áfram í ljósmyndun en ég sá þessa hugmynd á netinu.

Ég hef s.s. verið að nota eldavélina mína sem spegilflöt m.a. undir túlipana, teninga og gamalt dót - maður verður að hafa eitthvað að gera heima á tímum Covid ;)
Ótrúlegt hvað hægt er að gera með hversdagslegu hlutunum heima sem mér hefði aldrei dottið í hug nema með hjálp internetsins :)

Meðfylgjandi eru myndir af uppsetningunni og nokkrar myndir sem ég hef tekið. Endilega deilið frekari hugmyndum ef þið hafið um hvað er hægt að nota heima.

Re: Speglun á eldavélinni

Sent: Mið Apr 15, 2020 8:17 pm
af Þorkell
Er bolurinn þarna aðeins í hlutverki bakgrunns?

Mig langar líka að benda á að ef fólk vill færanlegt svona setup þá er hægt að nota spjaldtölvu.

Re: Speglun á eldavélinni

Sent: Fim Apr 16, 2020 8:21 am
af Daðey
Mjög sniðugt! Flottar myndir!

Re: Speglun á eldavélinni

Sent: Fim Apr 16, 2020 9:36 am
af Ragnhildur
Þorkell skrifaði:
Mið Apr 15, 2020 8:17 pm
Er bolurinn þarna aðeins í hlutverki bakgrunns?
Já, bolurinn er bara bakgrunnurinn :)

Re: Speglun á eldavélinni

Sent: Fim Apr 16, 2020 3:56 pm
af Sara Ella
Skemmtileg afþreying hjá þér og fallegar myndir

Re: Speglun á eldavélinni

Sent: Fös Apr 17, 2020 2:05 pm
af Hallfríður
Skemmtilegar og frjóar hugmyndir. Mér sýnist þín eldavél ekki vera eins rispuð og mín...! Takk fyrir sýnt.

Re: Speglun á eldavélinni

Sent: Lau Apr 18, 2020 11:37 am
af Arngrímur
Gaman að sjá þetta hjá þér, nota það sem hendi er næst. Vel gert.