Síða 1 af 1

umhverfisportrett - módel óskast

Sent: Mán Jan 27, 2020 2:13 pm
af Gunnar_Freyr


Ég þarf að taka umhverfisportrett mynd sem hluti af verkefni. Myndin þarf að sýna manneskju í umhverfi eða við einhverja iðju sem lýsir hennar innri manni. Ég myndi gjarnan vilja taka mynd af t.d. einhverjum/einhverri sem vinnur / hefur áhuga á einhverju skapandi. Til dæmis Listmálarar, tónlistarfólk, leikarar, dansarar o.s.frv. eða af manneskju sem vinnur við eða hefur ánægju af einhverju sem tengist mat, t.d. eldamennsku, ræktun o.s.frv.

Aðrar tillögur vel þegnar, þetta var svona það sem kom fyrst upp í hugann.

Einhver hér sem hefur áhuga eða þekkir einhvern / einhverja sem væri kannski til í eitthvað svona?

Re: umhverfisportrett - módel óskast

Sent: Mán Jan 27, 2020 10:49 pm
af Arngrímur
Hæ dóttir mín er í hestum veit ekki hvort það passar inn í þessar pælingar, gæti alveg spurt hana, hún er þarna yfirleitt daglega með dóttur sína og örugglega til ef það passaði. Þá gætuð þið bara talað saman.

Re: umhverfisportrett - módel óskast

Sent: Þri Jan 28, 2020 9:43 am
af Gunnar_Freyr
Arngrímur skrifaði:
Mán Jan 27, 2020 10:49 pm
Hæ dóttir mín er í hestum veit ekki hvort það passar inn í þessar pælingar, gæti alveg spurt hana, hún er þarna yfirleitt daglega með dóttur sína og örugglega til ef það passaði. Þá gætuð þið bara talað saman.
Það gæti vel gengið :)

Eina sem gæti verið smá vandamál er að ég er með hrikalegt ofnæmi fyrir þeim svo þetta yrði að heppnast hratt og vel Gæti sennilega ekki verið meira en 5 mínútur nálægt hestunum sjálfum :) Myndi dæla í mig ofnæmislyfjum fyrst en vera með backup mótíf í huga. Þæð gæti t.d. verið mynd af henni með hjálminn í höndinni og hnakkinn á girðingu eða eitthvað slíkt.

Ég ætla að leita að hugmyndum :)

Takk

P.s. Það má endilega koma með fleiri hugmyndir, það þarf ekki að hætta þó komin sé ein góð.

Re: umhverfisportrett - módel óskast

Sent: Þri Jan 28, 2020 9:59 am
af Arngrímur
Hæ Þú ert velkomin til hennar, bara að mæla sér mót ef þú ákveður að notað það sem verkefni, láttu mig bara vita og ég kem þér í samband.

Re: umhverfisportrett - módel óskast

Sent: Þri Jan 28, 2020 10:07 am
af Gunnar_Freyr
Arngrímur skrifaði:
Þri Jan 28, 2020 9:59 am
Hæ Þú ert velkomin til hennar, bara að mæla sér mót ef þú ákveður að notað það sem verkefni, láttu mig bara vita og ég kem þér í samband.
Takk takk

Læt þig vita, yrði þá örugglega um helgina, er að vinna frekar mikið í vikunni.