Síða 1 af 1

Varsjá

Sent: Sun Des 22, 2019 1:12 pm
af Ragnhildur
Sælir félagar,
Ég skrapp til Varsjá um daginn og auðvitað greip ég myndavélina með og prófaði nýju Sigma 30mm, 1,4f linsuna mína í leiðinni. En vélin mín er ekki „Full-frame“ þá virkar 30mm linsan svipað og 50mm sem ég er alvön á filmuvélunum mínum. Þannig að mér leið eins og ég væri komin heim með þessa linsu og tók mikið af myndum sem mér finnst flottar í þessari ferð. En nú í fyrsta skiptið tók nokkrar myndir „bracket-aðar“ til að prófa HDR. Í þessum gömlu bæjum erlendis er oft svo mikið um flotta liti sem ég vildi reyna að draga fram. Ég var ekki með þrífót og neyddist því til að halda á henni en studdi mig við vegg til að halda vélinni stöðugri. Það slapp fyrir horn og ég er nokkuð sátt með þessar miðað við fyrstu tilraun :)
Hvað finnst ykkur?

Re: Varsjá

Sent: Sun Des 22, 2019 10:22 pm
af Ottó
Sæl.
Gaman að svona myndurn með litrík hús.
30mm sigma er hörku góð linsa á árum áður notaði ég svona töluvert og var ánægður með hana.
Að bracketa en betra að bera með þrífót og það þarf ekkert endilega stæðast fót í heimi í ferðalög.
Ég á svona míní fót og er hörkustöðugur og lítill.
https://www.aliexpress.com/item/3278264 ... b201603_53

Re: Varsjá

Sent: Þri Des 24, 2019 2:02 pm
af Þorkell
Mig langar aftur til Varsjár og hafa þá með almennilega myndavél. Flottar myndir.

Re: Varsjá

Sent: Fös Des 27, 2019 12:14 pm
af Gunnar_Freyr
Þorkell skrifaði:
Þri Des 24, 2019 2:02 pm
Mig langar aftur til Varsjár og hafa þá með almennilega myndavél. Flottar myndir.
Varsjá er fín en mér fannst miklu skemmtilegra að mynda Krakow.

Re: Varsjá

Sent: Fös Des 27, 2019 8:40 pm
af Ragnhildur
Ottó skrifaði:
Sun Des 22, 2019 10:22 pm
Sæl.
Gaman að svona myndurn með litrík hús.
30mm sigma er hörku góð linsa á árum áður notaði ég svona töluvert og var ánægður með hana.
Að bracketa en betra að bera með þrífót og það þarf ekkert endilega stæðast fót í heimi í ferðalög.
Ég á svona míní fót og er hörkustöðugur og lítill.
https://www.aliexpress.com/item/3278264 ... b201603_53
Takk Ottó. Ég er bara nokkuð ánægð með hana líka. Ég er greinilega voða vanaföst og þarf ekki mikið safn af linsum til að vera ánægð :)
Ég á einmitt svona Gorilla pod (ef ég man rétt að hann heitir það). Hann er furðu stöðugur. Er bara ekki búin að venja mig á að taka hann með í ferðir :)

Re: Varsjá

Sent: Fim Jan 09, 2020 9:30 pm
af Hallfríður
Oh... flottar myndir hjá þér! Ég tek heils hugar undir orð strákanna, langar aftur til Varsjár...!