Síða 1 af 1

andartakið gripið

Sent: Mán Des 07, 2020 11:31 pm
af Axel Th
DSCF1136-Edit.jpg
Dóttir okkar bauð okkur út að borða sem var vissulega yndisleg stund í alla staði og svo eftir það þegar við vorum að rölta til baka í bílinn þá sá ég þetta sjónarhorn, við fórum í bílinn og hjá mér er venjulega sú regla að hafa alltaf myndavél með sem í þetta skiptið var Fuji XT-1 + Speedmaster 35mm F0,95. hún var gripinn og tel mig hafa náð því sem ég sá nokkuð vel á miða við að hafa engan þrífót eða annan lúxus, ekkert í boði nema halda niðri andanum og smella af, ljósastaurinn var valinn sem fókuspunktur því ég vildi hafa kirkjuna úr fókus.

ég valdi ISO 1600 fyrir myndina en leifði vélinni að velja shutter sem varð 1/20

Re: andartakið gripið

Sent: Þri Des 08, 2020 7:31 am
af Elin Laxdal
Flott mynd Axel. Ótrúleg skerpa miðað við hraða. Er stabiliseringin í myndavélinni svona góð eða þú svona stöðugur ?

Re: andartakið gripið

Sent: Mið Des 09, 2020 2:12 pm
af Axel Th
Takk :)
Þetta er smá æfing, standa rétt og anda ekki :D , hvorki linsa né myndavél hefur stapiliser :)

Re: andartakið gripið

Sent: Fim Des 10, 2020 5:34 pm
af Sara Ella
Glæsileg mynd