Prufað að skipta um bakgrunn

Mannvirki af mannsins hendi
Svara
Skjámynd
ThordurKr
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 11
Skráði sig: Mið Des 18, 2019 7:03 am

Lau Feb 08, 2020 9:07 pm

Ég prófaði að eiga við þessa mynd og skipta út bakgrunni. Setti eina mynd af norðurljósum á bakvið. Vann þetta í PS elements 2018 sem ég því miður kann allt of lítið á. Það sem ég lærði á þessu að svona dútl tekur dágóðan tíma. En eftir sýnikennsluna frá Kidda sem að því er virtist vera mjög einfalt þá varð ég að prófa.
Prufumynd.jpg
Prufumynd.jpg (1.72 MiB) Skoðað 928 sinnum
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 255
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Lau Feb 08, 2020 9:18 pm

Mér sýnist þetta hafa tekist bara þokkalega! Gott hjá þér að láta vaða í þetta, maður lærir ekki öðruvísi :)
Skjámynd
FilippusJó
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 59
Skráði sig: Mið Des 18, 2019 7:52 am
Staðsetning: Reykjavík

Sun Feb 09, 2020 12:08 am

Sýnist þetta hafa tekist vel hjá þér. Hef lengi notað Photshop Elements 11 það litla sem ég nota myndvinnsluforrit. Er nýkomin með Photoshop Elements 2020, sem maður kaupir til eignar. rétt um 20,000 kr. Kannski leggur maður í reyna bakgrunnsskipti.
Skjámynd
Anna_Soffia
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 89
Skráði sig: Mið Jan 01, 2020 4:13 pm

Mán Feb 10, 2020 6:21 pm

Ég gat gert flest allt í pse sem ég áður gerði í ps og var mjög ánægð með - nú er ég reyndar komin með áskrift í gegnum myndasíðu og þarf að læra á fótósjoppið að nýju.
Mér sýnist árangurinn fínn hjá þér
Svara