Síða 1 af 1

Við tjörnina.

Sent: Lau Jan 25, 2020 11:00 pm
af Þórir
Nóvember 2018.
IMG_20200123_130353_977.JPG

Re: Við tjörnina.

Sent: Mán Jan 27, 2020 5:31 pm
af Hallfríður
Flott mynd hjá þér, Þórir. Viltu gefa mér upplýsingar um stillingar á vélinni osfrv., er hræðilegur klaufi í næturmyndatökum - stilli vélina á auto...! Fyrirfram þakklæti - Hallfríður.

Re: Við tjörnina.

Sent: Þri Jan 28, 2020 10:06 am
af Gunnar_Freyr
Hallfríður skrifaði:
Mán Jan 27, 2020 5:31 pm
Flott mynd hjá þér, Þórir. Viltu gefa mér upplýsingar um stillingar á vélinni osfrv., er hræðilegur klaufi í næturmyndatökum - stilli vélina á auto...! Fyrirfram þakklæti - Hallfríður.
Ég skal koma með þér næst þegar það er veður til og taka nokkrar næturmyndir með þér ef þú vilt.

Eins og ég geri svona lagað er t.d. að nota f/16 eða minna ljósop til að fá svona skemmtilegar stjörnur eins og á þessari mynd og alla myndina í fókus. Svo byrja ég að skoða hvað ég Þarf að fara upp í langan lokunarhraða með vélina stillta á ISO 100. Ef það er logn úti er ég ekkert hræddur við að fara alveg upp í 30sek, ef þrífóturinn minn er góður (sem minn er alls ekki). Ef 30 sek er ekki nóg prufa ég að hækka ISO um eitt stopp í einu og skoða hvað það gerir. Speglalausu vélarnar gera þetta enn auðveldara. Svo er auðvitað til í dæminu að maður vilji taka myndir í ISO 100 of þurfi að taka með lokunarhraða 1 mínúta eða eitthvað slíkt, þá er maður með remote trigger, stillir vélina á BULB (næsta fyrir ofan 30sek í lokunarhraða) og stillir svo triggerinn á 1mín.

Re: Við tjörnina.

Sent: Fim Jan 30, 2020 9:32 am
af Hallfríður
Kærar þakkir Þórir fyrir skýrt og skilmerkilegt svar, já og ætla að standa yfir viðvaningnum með hjálp.
Heyrumst. Kveðjur góðar frá Hallfríði.