Flækingar á Íslandi.....

Náttúran í nærmynd, fuglamyndir, blómamyndir, þið vitið.
Skjámynd
Heiðar Rafn
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 20
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 10:36 pm

Mið Des 18, 2019 9:57 pm

Það er talsvert af fuglum sem flækjast til landsins og alltaf spennandi að ná góðum myndum af þeim.


Glóbrystingur.
Glóbrystingur er algengur flækingur frá Evrópu og sést hér árlega. Myndina tók ég í Sólbrekku við Grindavíkurveg í nóvember 2017.

_MG_7614.jpg


Gráhegri.
Það er talsvert af Gráhegra á landinu og virðast þeir þrífast nokkuð vel hér. Ég var búinn að eltast talsvert lengi við fuglinn og frétti af honum í Grafarvogi, í Ölfusi og víðar, en ekkert gekk að ná mynd af honum fyrr en ég heyrði að það væri Gráhegri við Ástjörn í Hafnarfirði. Ég skaust þangað í hádegismatartímanum og náði að mynda fuglinn í apríl 2017. Síðan þá hef ég séð talsvert af Gráhegrum við Elliðavatn, Vífilstaði og víðar. Gráhegrinn kemur frá Evrópu og talið að flestir þeirra komi frá Noregi.

_MG_6532-Edit-Edit.jpg


Gráþröstur.
Gráþröstur kemur frá Skandinavíu og sést hér oft á haustin og fram á vetur. Hann sækir í fóðurgjafir á veturna og er mjög frekur á fóðrið og lætur ekkert vaða yfir sig. Þennan myndaði ég í Sólbrekku við Grindavíkurveg í febrúar 2018.

_MG_8719.jpg
Síðast breytt af Heiðar Rafn á Lau Jan 04, 2020 6:06 pm, breytt samtals 1 sinni.
Skjámynd
Ottó
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 213
Skráði sig: Fim Nóv 28, 2019 6:30 pm
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:

Mið Des 18, 2019 11:04 pm

Glæsilegt.
Skjámynd
Geir
Póstar: 70
Skráði sig: Lau Nóv 30, 2019 8:18 pm

Fim Des 19, 2019 9:43 am

Flottar myndir.
Skjámynd
Heiðar Rafn
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 20
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 10:36 pm

Lau Des 21, 2019 3:01 pm

Nokkrir flækingar í viðbót. Flestir þessara fugla eru myndaðir á Reykjanesi enda mikið af flækingum sem stoppa þar. Dulþrösturinn er sá eini í þessari grúppu sem myndaður er annar staðar, en hann myndaði ég í Hallskoti í Flóa, hjá Skógræktarfélagi Eyrarbakka.

Bjarthegri á Miðhúsasíki í Garði
0P9A9981.jpg


Bókfinka í Sólbrekku við Grindavíkurveg
_MG_1153.jpg


Dulþröstur í Hallskoti í Flóa
_MG_9025.jpg


Fjallafinka í Sólbrekku við Grindavíkurveg
0P9A1947.jpg


Flóastelkur á Sandgerðistjörn
0P9A8194.jpg
Skjámynd
Þórir
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 44
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:07 pm

Sun Des 22, 2019 5:26 pm

Flottar myndir hjá þér.
Skjámynd
Heiðar Rafn
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 20
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 10:36 pm

Fös Des 27, 2019 5:06 pm

Aðeins meira af flækingum.

Háleggur
Háleggur hefur bara sést einu sinni á Íslandi. Hann hélt sig að mestu á síkjunum í Garði í maí 2017 og hvarf svo þegar leið á sumarið.
_MG_9145.jpg

Hettusöngvari
Hettusöngvarinn er árlegur flækingur á Íslandi og sést víða. Þetta er kvennfugl, en karlinn er með svarta hettu. Myndaði þennan í Sólbrekku í nóvember 2018.
_MG_9121.jpg

Hringdúfa
Hringdúfur sjást hér á landi á hverju ári og þessa myndaði ég í skógræktinni á Akranesi í mars 2018. Þær eru algengur skógarfugl um alla Evrópu.
_MG_9002.jpg

Hringmáfur
Hringmáfur er mjög líkur Stormmáfinum en svarti hringurinn er meira áberandi en á Stormmáfinum. Myndin er tekin í október 2018 í Elliðaárdal en Hringmáfurinn sést nokkuð oft og víða á Íslandi. Hringmáfurinn þvælist hingað frá Ameríkuhreppi og Canda þar sem hann er nokkuð algengur.
_MG_8751.jpg

Hrísastelkur
Þessi fallegi fugl kemur frá Ameríku og hefur tegundin sést rúmlega 20 sinnum á landinu og myndaði ég hann á Sandgerðistjörn í maí 2019. Hrísastelkurinn er mun ljósari en okkar Stelkur og með gula fætur meðan okkar er með rauða.
_MG_2506.jpg
Skjámynd
Anna_Soffia
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 115
Skráði sig: Mið Jan 01, 2020 4:13 pm

Mið Jan 01, 2020 8:19 pm

Fallegar myndir hjá þér. Ég dáist að þeim sem hafa þolinmæðina og kyrrðina sem þarf í svona myndatöku
Skjámynd
Heiðar Rafn
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 20
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 10:36 pm

Lau Jan 04, 2020 5:44 pm

Ég á ennþá nokkra flækinga eftir.

Kolönd.
Þessa mynd tók ég af Kolönd sem hefur verið nokkuð aðgengileg í Keflavík og Njarðvíkurhöfn, en myndin er tekin í mars 2017, í Njarðvíkurhöfn þar sem öndin fylgdi hópi æðarfugla.
_MG_5331.jpg

Krossnefur.
Krossnefur telst varla til flækinga lengur þar sem hann verpir orðið hér á landi. Þessa myndaði ég í skógræktinni í Hafnarfirði í apríl 2016 og Krossnefurinn er einn af fyrstu flækingsfuglunum sem ég náði mynd af. Kvenfuglinn er grænleitur og karlinn rauður. Krossnefurinn verpir oft upp úr áramótum eða frá desember fram i júní. Goggurinn er sérhannaður til að ná fræum úr grenikönglum sem er aðalfæða hans.
fuglar 050.JPG

Leirutíta.
Þessa Leirutítu myndaði ég suður í Garði í maí 2019 og er hún sú níunda sem sést hefur á landinu og í fyrsta sinn sem hún hefur sést að vori til, en hingað kemur hún frá Ameríku. Hún var nokkuð gæf og kærði sig kollótta um ljósmyndarana sem lágu í drullunni.
0P9A3785.jpg

Mjallgæs.
Nýjasti flækingurinn minn. Mjallgæs er algeng gæs í norðurhluta Ameríku og sést hér öðru hvoru. Hún er með hópi Grágæsa sem menn telja ættaða af Reykjavíkurtjörn og hefur sést til hennar í Mosfellsdal í vetur, kom svo á lækinn okkar í Hafnarfirði í desember 2019 og eftir það sást hún á Álftanesi með gránunum.
0P9A2209.jpg

Nátthegri.
Þeir voru þrír Nátthegranir sem heimsóttu landið í apríl 2017 og héldu sig í fjörunni við Stafnesvita. Fuglarnir eru númer 11-13 í röðinni yfir Nátthegra á landinu. Það var frekar langt færi fyrir myndavélina enda gæðin í myndinni eftir því.
_MG_9502.jpg
Skjámynd
Þórir
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 44
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:07 pm

Mið Jan 08, 2020 9:59 pm

Virkilega flottar myndir hjá þér Heiðar og gaman að sjá þessa flækinga. Ég er búinn að ná tveimur flækingum á mínum stutta fuglamynda ferli. :)

Hettusöngvari í Sólbrekkuskógi, karlinn með svatra hettu og konan með rauða.
IMG_20200108_214500_083.jpg
IMG_20200108_214508_308.jpg
Svo er það Fjallafínka, veit ekki hvort kynið er. Tekin Sólbrekkuskógi.
20191117133942_3Y6A6474.jpg
pga1951
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 36
Skráði sig: Mið Jan 01, 2020 5:16 pm

Fim Jan 09, 2020 5:03 am

Heiðar Rafn skrifaði:
Mið Des 18, 2019 9:57 pm
Það er talsvert af fuglum sem flækjast til landsins og alltaf spennandi að ná góðum myndum af þeim.


Glóbrystingur.
Glóbrystingur er algengur flækingur frá Evrópu og sést hér árlega. Myndina tók ég í Sólbrekku við Grindavíkurveg í nóvember 2017.


_MG_7614.jpg



Gráhegri.
Það er talsvert af Gráhegra á landinu og virðast þeir þrífast nokkuð vel hér. Ég var búinn að eltast talsvert lengi við fuglinn og frétti af honum í Grafarvogi, í Ölfusi og víðar, en ekkert gekk að ná mynd af honum fyrr en ég heyrði að það væri Gráhegri við Ástjörn í Hafnarfirði. Ég skaust þangað í hádegismatartímanum og náði að mynda fuglinn í apríl 2017. Síðan þá hef ég séð talsvert af Gráhegrum við Elliðavatn, Vífilstaði og víðar. Gráhegrinn kemur frá Evrópu og talið að flestir þeirra komi frá Noregi.


_MG_6532-Edit-Edit.jpg



Gráþröstur.
Gráþröstur kemur frá Skandinavíu og sést hér oft á haustin og fram á vetur. Hann sækir í fóðurgjafir á veturna og er mjög frekur á fóðrið og lætur ekkert vaða yfir sig. Þennan myndaði ég í Sólbrekku við Grindavíkurveg í febrúar 2018.


_MG_8719.jpg
Glæsilegt!
Svara