Flækingar á Íslandi.....

Náttúran í nærmynd, fuglamyndir, blómamyndir, þið vitið.
Hallfríður
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 42
Skráði sig: Mið Des 18, 2019 9:38 am

Fim Jan 09, 2020 9:04 pm

Það eykur svo gildi fallegra fuglamynda að hafa þennan skínandi texta með, takk fyrir það.
Skjámynd
Heiðar Rafn
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 20
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 10:36 pm

Fös Jan 10, 2020 9:48 am

Þórir skrifaði:
Mið Jan 08, 2020 9:59 pm
Virkilega flottar myndir hjá þér Heiðar og gaman að sjá þessa flækinga. Ég er búinn að ná tveimur flækingum á mínum stutta fuglamynda ferli. :)

Hettusöngvari í Sólbrekkuskógi, karlinn með svatra hettu og konan með rauða.IMG_20200108_214500_083.jpgIMG_20200108_214508_308.jpgSvo er það Fjallafínka, veit ekki hvort kynið er. Tekin Sólbrekkuskógi.20191117133942_3Y6A6474.jpg
Takk fyrir Þórir, ég held að fjallafinkan sé kvennfugl í vetrarbúningi, karlinn er með dekkri haus sem dæmi. Kv. Heiðar.
Skjámynd
Heiðar Rafn
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 20
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 10:36 pm

Fös Jan 10, 2020 11:12 pm

Þá er komið að síðasta skammtinum af flækingsfuglum frá mér, í bili.


Rákatíta.
Hérna höfum við Rákatítu, vinstra megin, og mér sýnist fuglinn til hægri vera Tildra. Rákatítan er eins og margir flækingar á vesturhluta landsins frá Ameríkuhreppi og sést oft hér á landi. Myndin er tekin við Breiðabólstjörn á Álftanesi í maí 2016.

Breiðabólstjörn 277.jpg


Rákönd.
Næst í röðinni er Rákönd sem kemur einnig frá Ameríku. Ráköndin er náskyld Urtönd enda er eini munurinn hvíta rákin fyrir framan vænginn. Ráköndin sést nokkuð oft hér og oft á sömu stöðunum sem fær mann til að halda að þær dvelji hér á veturna eða séu svo áttavilltar að fljúga hingað á hverju ári í staðin fyrir að hanga heima. Myndin var tekin á Hamarskotslæk í Hafnarfirði. Gaman að segja frá því að þegar ég var að eltast við þessa önd, þá komu bretar til að líta hana augum enda Ísland líklegasti staðurinn til að finna Rákönd í Evrópu. Hún sést einnig oft í lítilli tjörn við Reykjanesbraut þar sem beygt er inní Álfabakka.

Fuglar 022-Edit-2-Edit.JPG


Svölustelkur.
Þennan Svölustelk myndaði ég í Sandgerði í maí 2018. Svölustelkurinn er frekar sjaldséður á Íslandi og kemur frá Ameríku. Hann sást fyrst í Borgarfirði 1940, næst í Öræfum 1969 og í þriðja sinn í Laugardalnum 1995 skv. grein í Morgunblaðinu frá því ári.

_MG_1501.jpg


Tígultáti.
Tígultátinn er mjög sjaldgæfur hér og reyndar í Evrópu, en hann er enn einn amerískur flækingurinn sem verpir í norðurhluta ameríku og flýgur á vetrarstövðvar í suður ameríku. Ég myndaði hann í fyrravor og það var í þriðja sinn sem hann sést á landinu. Sást fyrst 2001 í Þorlákshöfn og síðan fannst einn dauður vorið 2018. Tígultátinn er spörfugl af kardinálaætt og á stærð við Skógarþröst.

994A1337.jpg


Víxlnefur.
Víxlnefurinn er skyldur Krossnef og heimkynni hans eru í norðanverðri Skandinavíu, Síberíu og norður Ameríku. Síðastliðið haust kom hópur af þeim til landsins, en þeir eru samt sjaldséðir gestir og sést þrisvar áður á landinu. Það voru 5-6 fuglar í Grasagarðinum í byrjun ágúst og ég beið þar fyrst í fjóra klukkutíma með hópi fuglaáhugamanna án þess að sjá þá. Fór daginn eftir og beið þá í sex tíma án árangurs og þriðja daginn náði ég að sjá þá en ekki góðri mynd. Á fjórða degi komu fjórir fuglar og settust í góðu færi. Sátu þar í ca. 30 sek. og svo voru þeir farnir, en ég náði þessari mynd.

0P9A8538.jpg


Beltaþyrill.
Þessi Beltaþyrill var búinn að vera í Mosfellsbæ í nokkra mánuði áður en fuglaáhugamenn fréttu af honum, en það kom fram í samtali við fólk sem gekk um svæðið nokkrum sinnum i viku að það hefði verið að sjá fuglinn á svæðinu í um veturinn. Færið var of langt til að ná góðri mynd svo þessi verður að duga, en hún er tekin í apríl 2019. Beltaþyrill kemur frá norður Ameríku og hefur hrakist hingað með veðri eins og flestir flækingar sem heimsækja skerið. Fyrst sást fuglinn árið 1901 og síðan ekki aftur fyrr en 1998, en þá sáust tveir fuglar, annar þeirra á sundlaugarbakka við Gljúfrastein í Mosfellsdal. Upp úr aldamótum sáust tveir fuglar til viðbótar og er þetta í sjötta skráða skiptið sem tegundin sést hér.

_MG_1727.jpg

Æðarkóngur.
Ég enda þessa flækingapósta með Æðarkóng. Gullfallegur fugl sem heldur sig með öðrum æðarfuglum. Varpheimkynni æðakónga eru á allra nyrstu slóðum, á Ellesmerelandi, nyrst í Grænlandi, á Svalbarða, Novaja Zemlya og austur með Íshafsströndum Síberíu. Æðarkóngur hefur lengi verið þekktur vetrargestur við Ísland en giskað er á að hér geti verið 50-100 fuglar á hverjum vetri. Ég er búinn að rembast helling við að ná góðum myndum af honum og það hefur ekki gengið ennþá að neinu viti en maður prófar aftur í vor.

_MG_0334.jpg

Svo er smá getraun, hvað eru margir Æðarkóngar á myndinni.

_MG_5699.jpg
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fös Jan 10, 2020 11:24 pm

Takk fyrir þessa myndaröð Heiðar :) Ég tek undir með Hallfríði að það gefur þessu svo mikla vigt að fá þennan lýsingatexta með, og gaman að fá svona heilstæða seríu í heild sinni líka. Ég vona að þú lumir á einhverjum fleiri seríum ;)
Skjámynd
jakob
Póstar: 1
Skráði sig: Mán Jan 13, 2020 3:30 pm

Mán Jan 13, 2020 3:55 pm

Flottar myndir, skemmtilegasta viðfangsefnið að mínu mati :) Og gaman að fá góða lýsingu og fróðleik með.
Svara