Rós í svarthvítu

Náttúran í nærmynd, fuglamyndir, blómamyndir, þið vitið.
Svara
Skjámynd
Arngrímur
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 125
Skráði sig: Lau Nóv 30, 2019 5:24 pm

Sun Des 13, 2020 1:18 am

Meiri æfingar með fokus stacking 6 myndir settar í eina.
Arngrímur Myndvinnsla 25-11-2020-15.jpg
Elin Laxdal
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 234
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:15 pm

Sun Des 13, 2020 12:20 pm

Flott - vel gert. Það væri gaman (og gagnlegt ) að fá lýsingu á því hvernig þú gerir þetta.
Skjámynd
Arngrímur
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 125
Skráði sig: Lau Nóv 30, 2019 5:24 pm

Sun Des 13, 2020 9:49 pm

Arngrímur Myndvinnsla 25-11-2020-19.jpg
Takk, Já þetta er samsett mynd úr 6 myndum. Tökupplýsingar eru 1/160sec, f/9.0 og ISO og linsan er 100 mm f/2,8 L Macro og Canon 5d mkIV, vatnsúðabrúsi og afmælisblómin frá konunni.
Myndavélin á þrífæti og tvö flöss annað á vélinni beint á rósina með dreifiglerinu á niðri og hitt beint upp í loftið við hliðina, hækkað og lækkað í flössum þangað til ég var ánægður með lýsinguna.
Það er gaman að fikta með þetta og ég sé reyndar að fókusinn er ekki fullkominn en næsta verkefni að finna út úr því. Rétt að taka fram að miðað við þessar stillingar er ég með a. 5-6 mm svið í fókus í hverri mynd og þetta er auðvitað hægt að gera í einni mynd ef maður nálgast þetta öðruvísi, en mig Ég hafði gaman að því að prófa þessa leið.

Kann ekkert á Photo shop þannig ég gogglaði leiðina í gegnum ferlið sem má sjá hér. https://www.photoshopessentials.com/pho ... photoshop/

Hér er hraðferð í gegnum hvernig maður tekur þetta í gegnum PS
In Photoshop, go up to the File menu in the Menu Bar, choose Scripts, then choose Load Files into Stack.
In the Load Layers dialog box, set Use to Files, then click Browse. Navigate to your images on your computer, select them and click Open.
Back in the Load Layers dialog box, select Attempt to Automatically Align Source Images, then click OK.
In the Layers panel, click on the top layer, then Shift-click on the bottom layer to select all layers.
Go up to the Edit menu in the Menu Bar and choose Auto-Blend Layers.
Crop the image with the Crop Tool to remove problem areas around the edges.

Vona að þetta komi einhverjum að gagni.
Arngrímur Myndvinnsla 25-11-2020-20.jpg
Skjámynd
ÓlafurMH
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 29
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 10:31 pm

Sun Des 13, 2020 10:19 pm

Eins og ég sagði einhvers staðar þá prófaði ég Photoshop en fannst það prógram svo seinvirkt. Þessar leiðbeiningar eru ágætar fyrir þá sem ætla þessa leið, en það eru eins og svo oft áður aðrar leiðir til og ég valdi Zerene Stacker,. sem mér fannst bjóða upp á annað viðmót og að ýmsu leyti auðveldara. Svo þarf hver og einn að finna sína leið. Það skiptir samt miklu máli að nota stacking þegar farið er í macro. Vonandi get ég póstað smá niðurstöðu úr mínum pæliingum fljótlega.
Skjámynd
Andrjes
Póstar: 35
Skráði sig: Fös Des 20, 2019 11:37 pm

Mán Des 14, 2020 3:03 pm

Það er reyndir til fljótlegri leið úr LR yfir í PS og til baka í LR.
Byrjir á að velja allar myndirnar í LR sem á að stakka, veljið Photo/Edit in/Open as layers in Photoshop
Inni í PS eru síðan allir leyerarnir valdir og farið í Edit/Auto-Align Leyers, og síðan í Edit/Auto-Blend Leyers (velja auto ef það er ekki valið) og þá myndast nýr leyer með niðurstöðunni
Þá er hægt að skoða árangurinn og hugsanlega betrumbæta niðurstöðuna eða fara bara beint í Exit og loka PS, en þá opnast LR aftur og stakkaða myndin fer sjálfkrafa inn í LR

Hér er smá tilraun þar sem ég stakkaði 9 myndir 85mm f/8 ISO 125, athugið að myndefnið var ekki aðal málið heldur að prófa það sem allir eru að tala um :D að fókus stakka myndir
f-31-2.jpg
Svara