Síða 2 af 2

Re: [ÞEMA] Macro

Sent: Fös Nóv 13, 2020 5:36 pm
af Þorkell
Ragnhildur skrifaði:
Fim Nóv 12, 2020 2:44 pm
Mjög flottar macro myndir hjá ykkur öllum.

Eruð þið að nota einhverjar góðar linsur? Ef svo, hverjar :)
Tamron SP 90mm f/2.8 Di Macro 1:1 VC USD

Re: [ÞEMA] Macro

Sent: Mán Nóv 16, 2020 8:34 am
af Arngrímur
Canon 100mm L f/2.8, frábær linsa

Re: [ÞEMA] Macro

Sent: Mið Nóv 18, 2020 9:15 am
af tryggvimar
Ég er með Tamron 90mm, f/2.8. Virkilega skemmtileg. Autofocus er reyndar mjög hægur, en hún er virkilega skörp og skemmtileg.
macro.jpg
macro.jpg (405.7 KiB) Skoðað 8818 sinnum

Re: [ÞEMA] Macro - Orcidea

Sent: Lau Des 05, 2020 11:16 am
af Arngrímur
Fékk innblástur frá Ólafi H. félaga og macroblómamyndameistara og nýtti Orkideur heimilisins og vatnsúðabrúsa til verksins. Staflaði nokkrum myndum saman til að ná dýpri fókus þar sem fókusdýptin er ekki nema rétt 10 mm þó ég notaði ljósop f16. Notaði tvö flöss og hraða 1/160, náði þannig að dekkja bagrunnin út.

Re: [ÞEMA] Macro

Sent: Mán Des 07, 2020 10:02 pm
af Sara Ella
Mikið væri gaman að kunna þetta, rosalega fallegt

Re: [ÞEMA] Macro

Sent: Þri Des 08, 2020 4:02 pm
af FilippusJó
Frábæra myndir.