Sólblóm að vaxa - tímaskeið

Náttúran í nærmynd, fuglamyndir, blómamyndir, þið vitið.
Svara
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fös Apr 10, 2020 11:00 am

Um daginn keyptum við pottamold til að skipta um hjá nokkrum innanhússblómum hjá okkur og mér datt í hug að það væri skemmtilegt verkefni fyrir krakkana að fá að planta sjálf sínum eigin blómum. Gunnar 6-að-verða-7-ára sonur minn datt í lukkupottinn því hans blóm átti að vaxa á methraða eða 8-10 dögum. Strax daginn eftir fór eitthvað að gerast og á þriðja degi var hann farinn að tékka hlakkandi á blóminu á klukkutímafresti og sagði "Blómið sko vex á morgnana, í hádeginu OG á kvöldin!". Það var auðvitað ekki annað í stöðunni en að nördapabbinn skellti upp myndavél með tímastillingu til að sjá betur hvað væri í gangi. Þetta eru myndir teknar á 3 mínútna fresti á einni nóttu, frá kl 23.30 til 09.30 núna í morgun.



Það eru kannski einhverjir sem hafa tekið eftir og velt fyrir sér, hversvegna tímaskeiðsmyndbönd (timelapse) flökta bæði í birtustigi og fókusdýpt, þá er ástæðan sú að nær allar linsur sem hafa verið framleiddar síðustu 20 árin hafa notast við elektrónískt ljósop, það er að segja það er rafmagnsmótor sem opnar og lokar ljósopi linsunnar. Ástæðan fyrir flöktinu er sú að þessi rafmagnsmótor er ekki 100% samkvæmur sjálfum sér, það eru pínulítil skekkjumörk í því hversu mikið og nákvæmlega ljósopið opnast og lokast að hverju sinni. Það eru tvær leiðir sem atvinnumenn í tímaskeiðsmyndatökum hafa farið til að komast framhjá þessu vandamáli. Fyrri leiðin og einfaldari, er að notast við eldgamlar manual linsur sem hafa mekkanísk ljósop, þeas. algjörlega handvirkar linsur sem eiga engin samskipti við myndavélina. Hin leiðin er að stilla endanleg ljósop á linsunni á meðan kveikt er á myndavélinni, kippa linsunni beint af á meðan það er enn kveikt á vélinni, og líma fyrir gylltu snertifletina aftan á linsunni svo linsan geti ekki lengur átt samskipti við vélina. Þar með hættir ljósopið að opnast og lokast við hverja mynd og helst nákvæmlega eins á milli mynda.

Þetta tiltekna tímaskeið hér að ofan var tekið með Canon 5DsR með Canon EF 100/2.8 Macro á þrífæti og innbyggða interval tímstillinum í myndavélinni.
Skjámynd
FilippusJó
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 63
Skráði sig: Mið Des 18, 2019 7:52 am
Staðsetning: Reykjavík

Fös Apr 10, 2020 11:29 am

Skemmtileg og áhugaverð hugmynd.
Svara