Síða 1 af 1

Tröllafoss - myndband

Sent: Sun Sep 19, 2021 11:45 pm
af tryggvimar


Ég er aðeins að prófa mig áfram í drónatökum. Hér er myndband sem ég skaut í dag á drónann minn upp við Tröllafoss ásamt nokkrum ljósmyndum sem ég tók líka. Vonandi hafið þið gaman af svona stemmingsmyndböndum :)



Kveðja
Tryggvi Már

Re: Tröllafoss - myndband

Sent: Mán Sep 20, 2021 8:50 am
af Arngrímur
Flott myndband og gaman að fá þetta hér inn og sjá hvað aðrir félagar eru að fást við.

Re: Tröllafoss - myndband

Sent: Mán Sep 20, 2021 10:42 pm
af tryggvimar
Takk fyrir, Arngrímur!

Re: Tröllafoss - myndband

Sent: Þri Sep 21, 2021 10:56 pm
af Ottó
Flott video og verður gaman að sjá fleiri í frammtíðinni hjá þér með drónanum.

Eins og á fundinum talaði eg um að eiga sólarlagsmynd af svæðinu, tekið hinumeginn 4.2.2017.

Og tekin í fókusferð og notaði goðsagnakenndan fílter þarna Singh-Ray Gold-N-Blue Polarizer Filter.

Re: Tröllafoss - myndband

Sent: Mið Sep 22, 2021 9:03 am
af tryggvimar
Glæsileg mynd Ottó. Ég þarf endilega að drífa mig aftur þarna uppeftir og fara þá þarna megin við fossinn.

Re: Tröllafoss - myndband

Sent: Mið Sep 22, 2021 9:48 am
af tryggvimar
Hér eru svo ljósmyndirnar úr þessu rölti mínu:
0W0A5147 (1).jpg
Þessi er tekin á 30 sek, f/4.0 með 10 stoppa filter + soft grad til að dekkja himininn.
trolla2.jpg
Þessi er síðan úr drónanum, 3 mynda bracket sett saman með HDR merge í Lightroom.

Re: Tröllafoss - myndband

Sent: Mið Sep 22, 2021 8:33 pm
af Ottó
Þetta er flott og glæsilegur staður.

Re: Tröllafoss - myndband

Sent: Fim Sep 23, 2021 7:44 am
af Elin Laxdal
Flottar myndir og video, takk fyrir að deila. Hef veitt þarna oftar en einu sinni og þá hugsað að það væru margir staðir í ánni sem væri tilvalið að heimsækja aftur með myndavélar, en aldrei orðið af því. Gæti verið tilvalið að gera það nú í haust og þá með fókusfélögum sem hafa áhuga....