Síða 1 af 1

Haustlitaferð í dag

Sent: Mán Sep 28, 2020 10:15 pm
af tryggvimar
Sæl öll

Ég nýtti frídag í dag og skaust í smá haustlitaferð. Nú veit ég ekki hvert félagið stefnir á að fara um næstu helgi, en miðað við það sem ég sá í dag má eiga von á góðu! Gríðarlega fallegir litir víða.

Ölkelduhás:
0W0A3184.jpg
Melgresi við Skarfanes
0W0A3221.jpg
Þjófafoss:
0W0A3239.jpg
Gjáin
0W0A3296.jpg

Re: Haustlitaferð í dag

Sent: Mán Sep 28, 2020 10:41 pm
af kiddi
Æðislegar myndir, takk fyrir að deila :) Mynd #2 af stráunum eru í uppáhaldi hjá mér og #3 kemur næst á eftir.

Re: Haustlitaferð í dag

Sent: Þri Sep 29, 2020 3:54 pm
af FilippusJó
Allt mjög góðar myndir. Eins og Kidda er það myndin af stráunum sem hrífur mig mest. Enn hinar hrífa mig líka. Reyndar finnst mér fyrsta myndin koma sterk inn. Er mynd þrjú Þjófafoss í Þjórsá.?

Re: Haustlitaferð í dag

Sent: Þri Sep 29, 2020 4:24 pm
af tryggvimar
Takk fyrir hlý orð.

Já, Þjófafossinn er í Þjórsá, og þetta er Búrfell sem er þarna í þokunni. Það er svolítið gaman að á þessari mynd sést að Landsvirkjun hefur greinilega verið a hleypa vatni niður farveginn, vegna þess að áin en brún, en hylurinn undir er blár. Smátt og smátt varð síðan hylurinn brúnn og þessi blái litur hvarf alveg, auk þess sem straumurinn jókst hægt og þétt.