[ÞEMA] Svart-hvítt landslag

Landslagsmyndir af öllum stærðum og gerðum.
Elin Laxdal
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 157
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:15 pm

Sun Ágú 15, 2021 11:27 am

Kista er lítil gjá í fjöruborðinu í Trékyllisvík. Þar voru framdar síðustu galdrabrennur á Íslandi árið 1654. Þorleifur Kortsson sýslumaður Strandasýslu knúði fram játningu þriggja bænda á því að hafa með kukli orðið þess valdandi að íbúar hreppsins upplifðu ýmis einkenni, sem allt eins kunna að hafa verið vegna næringarskorts. Á þeim tíma voru mikil harðindi og því fátækt og örbyrgð í hreppnum. Þorleifi Guðbrandssyni, Agli Bjarnasyni og síðar Grími Jónssyni var komið fyrir í gjánni og þeir síðan brenndir til dauða.
Það er ómögulegt að ímynda sér hversu þjáningafull þau endalok hafa verið. Síðan er talið að reimt sé á svæðinu.
Gjáin er rúmlega 2 metrar á dýpt, þröng og hlutfallslega löng. Sjór flæðir inn í hana á háflæði. Mig langaði til þess að reyna að gera óhugnaðinum skil í mynd og fór því þangað nokkrum sinnum til þess að finna bestu birtuna, í síðasta skipti að kvöldlagi í þoku.
Það var hljótt eins og gjarnan er í þoku. Heyrðist í stöku fugli og í sjónum við mynni gjárinnar. Svo skyndilega heyrði ég hljóð sem ég hafði ekki heyrt áður þarna og varð hverft við en áttaði mig svo á því að þetta var gagg í tófum, sem er mikið af þarna við ströndina.
Myndin er tekin í botningum á gjánni í átt að sjónum.
_00A6380-1-3.jpg
Skjámynd
Andrjes
Póstar: 26
Skráði sig: Fös Des 20, 2019 11:37 pm

Fim Ágú 19, 2021 3:10 pm

Vestrahorn
f-198.jpg
Skjámynd
Óli Elvar
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 14
Skráði sig: Mán Des 23, 2019 10:59 pm

Fim Ágú 19, 2021 10:01 pm

23AAFC04-8F53-4AC6-B7A3-86444BE1B0E7_1_201_a.jpeg
Svara