Síða 1 af 1

Vikuáskorun 3.-9.mars: Filmuljósmyndun

Sent: Fim Mar 03, 2022 9:22 pm
af Daðey
Það hefur verið nokkur umræða um filmuljósmyndun í hópnum okkar. Einhverjir að rifja upp gamla takta og aðrir að læra og láta langþráðan draum rætast.

Ég fann hérna smá pistil um efnið en verð að viðurkenna að ég er ekki dómbær á gæði þess og hvet því aðra sem eru mér fróðari um efnið að leggja í púkk ef þeir vita um gott efni.

https://expertphotography.com/the-compl ... y-94-tips/

Hér er svo myndband, og um það gildir það sama og um pistilinn; ég er ekki dómbær á gæði þess og hvet því aðra sem eru mér fróðari um efnið að leggja í púkk ef þeir vita um gott efni.

Hér er pistill með kennslumyndböndum og um hann gildir það sama og um fyrri pistilinn; ég er ekki dómbær á gæði þess og hvet því aðra sem eru mér fróðari um efnið að leggja í púkk ef þeir vita um gott efni.

[url]https://www.studiobinder.com/blog/ ... otography/[/url]

Þá er bara að dusta rykið af græjunum eða gömlu myndunum :)

Re: Vikuáskorun 3.-9.mars: Filmuljósmyndun

Sent: Lau Mar 05, 2022 2:30 pm
af Elin Laxdal
Tekið á eld - eld gamla svarhvíta filmu (Fuji - 400 iso) sem var í gömlu Pentax ME vélinni minni sl sumar -
Framkallað og skannað (300ppi besta sem þeir bjóða uppá ) hjá Píxlum í Skeifunni.
Unnið lítillega í LR - mjög lítið hægt að gera þar.
Photo01_1-1-2.jpg
Photo10_10-1.jpg
Photo14_14-1.jpg
Photo19_19-1.jpg

Re: Vikuáskorun 3.-9.mars: Filmuljósmyndun

Sent: Lau Mar 05, 2022 5:21 pm
af Þorkell

Re: Vikuáskorun 3.-9.mars: Filmuljósmyndun

Sent: Lau Mar 05, 2022 9:42 pm
af kiddi
Ég get ekki skorast undan þessari áskorun, en ég datt hressilega í það í desember fram að lok janúar þar sem ég fékk algjört æði og framkallaði hátt í 30 filmur, en ég lærði að framkalla í lok nóvember með hjálp Youtube. Þetta eru sennilega ~26stk 120 filmur og 4stk 35mm filmur. Svo skiptist þetta sirka helming í svarthvítar filmur og svo litfilmur. Ætla að birta hér nokkrar:

Þessi var skotin með Mamiya 7 II með 65/4 linsu á Kodak Portra 400 filmu:
Mamiya7II_Portra400_Grotta2022_1.jpg


Hinn dásamlegi Filippus okkar í Fókus var svo góður að gefa mér gamla Pentax MX með 50/1.7 linsu, 35mm filmuvél sem hann hefði keypt í útlöndum fyrir einhverjum árum síðan. Fyrsta sem ég gerði var að smella mynd af honum á Kodak T-MAX 400 filmu.
PentaxMX_50_1-8_KodakTMAX400_002.jpg


Hér er Pentax 6x7, upprunalega vélin frá 1965, linsan er upprunalega Pentax 105/2.4 linsan sem þykir vera ein mest djúsí portrait linsan sem er fáanleg fyrir medium format kerfið. Filman er Kodak Portra 400.
Pentax67_Portra400_Des2021_9_fiff-Edit.jpg


Hér er sonurinn að mygla yfir heimalærdómnum, og þetta mun hafa verið allra fyrsta filman sem ég framkallaði sjálfur, Ilford Delta 3200 skotin á Rolleiflex 3.5 1954 árgerð sem ég erfði frá afa mínum.
IMG_0014-Edit.jpg

Re: Vikuáskorun 3.-9.mars: Filmuljósmyndun

Sent: Mán Mar 07, 2022 11:14 pm
af Geir
Tekið við Fjallkirkju á Langjökli 1986 á kodachrome 64 asa

MyndFjallkirkja by Geir Gunnlaugsson, on Flickr

Re: Vikuáskorun 3.-9.mars: Filmuljósmyndun

Sent: Mið Mar 09, 2022 11:30 pm
af Óli Elvar
Þessa mynd tók ég fyrir 60 árum þ.e. 1962. Tekin á Petri 7 og Agfa filmu. Framkallaði og kóperaði sjálfur. Seyðisfjarðarkirkja var sem sagt hvít á þessum tíma en ekki blá eins og í dag

311B9F1A-D292-465A-B176-271ED7812291_1_201_a.jpeg

Re: Vikuáskorun 3.-9.mars: Filmuljósmyndun

Sent: Mán Apr 04, 2022 9:14 am
af Anna_Soffia
Elin Laxdal skrifaði:
Lau Mar 05, 2022 2:30 pm
Tekið á eld - eld gamla svarhvíta filmu (Fuji - 400 iso) sem var í gömlu Pentax ME vélinni minni sl sumar -
Framkallað og skannað (300ppi besta sem þeir bjóða uppá ) hjá Píxlum í Skeifunni.
Unnið lítillega í LR - mjög lítið hægt að gera þar.

Photo01_1-1-2.jpgPhoto10_10-1.jpgPhoto14_14-1.jpgPhoto19_19-1.jpg
Langt síðan ég hef snert filmu - Hvítu birkibolirnir bera af