Síða 1 af 1

Vikuáskorun 9. - 16.9: Uppskera - uppáhaldsmynd sumarsins.

Sent: Fim Sep 09, 2021 6:38 pm
af Elin Laxdal
Sumarið er allt að því liðið. Þó svo að hitastigið suma daga fyrir austan gæli við Tene-tölur þá er kominn haustbragur á birtuna, haustlægðirnar ekki langt undan og nærri liðið það sem í huga margra er aðal ljósmyndatímabil ársins. Gaman væri að fá að sjá sýnishorn af því sem félagar hafa myndað í sumar og þá auðvitað uppáhalds myndirnar.

Mynd Johannes Plenio á Unsplash
johannes-plenio-qkfxBc2NQ18-unsplash.jpg

Re: Vikuáskorun 9. - 16.9: Uppskera - uppáhaldsmynd sumarsins.

Sent: Fös Sep 10, 2021 9:02 pm
af Ottó
Þetta er sennilega min mynd so far.

Re: Vikuáskorun 9. - 16.9: Uppskera - uppáhaldsmynd sumarsins.

Sent: Lau Sep 11, 2021 9:45 am
af Elin Laxdal
Ottó skrifaði:
Fös Sep 10, 2021 9:02 pm
Þetta er sennilega min mynd so far.
Þessi er mögnuð !

Re: Vikuáskorun 9. - 16.9: Uppskera - uppáhaldsmynd sumarsins.

Sent: Sun Sep 12, 2021 9:19 am
af kiddi
Ég tók 8.777 myndir frá byrjun maí og fram í lok ágústmánaðar. Þar af eru sennilega 8.700 myndir af fjölskyldunni minni og hundinum okkar í ferðalögum okkar vestur, norður og austur. Af þeim sem eftir standa er þessi sem ég tók um miðjan maí sennilega í uppáhaldi hjá mér af þeim myndum sem ég tók ekki af börnunum :) Tekin á Canon R5 og EF 500/4L IS.

Re: Vikuáskorun 9. - 16.9: Uppskera - uppáhaldsmynd sumarsins.

Sent: Sun Sep 12, 2021 10:48 pm
af Arngrímur
Stokksnes og Vestrahorn. Hér er ein sem mér finnst eiga við úr mínum sumarmyndum.

Re: Vikuáskorun 9. - 16.9: Uppskera - uppáhaldsmynd sumarsins.

Sent: Mán Sep 13, 2021 10:11 pm
af valya
1F09A401-C629-4DC9-BC73-6A959CBE6E6A.jpeg

Re: Vikuáskorun 9. - 16.9: Uppskera - uppáhaldsmynd sumarsins.

Sent: Þri Sep 14, 2021 12:35 pm
af finnurp
ég á svolitið erfitt með að gera upp milli þessara tveggja :-(

Re: Vikuáskorun 9. - 16.9: Uppskera - uppáhaldsmynd sumarsins.

Sent: Mið Sep 15, 2021 7:45 pm
af Sandra Dís
Ég verð eiginlega að segja að þessi sé mitt besta verk í sumar :) Krumma ungi, ný stokkinn úr hreiðrinu.

Re: Vikuáskorun 9. - 16.9: Uppskera - uppáhaldsmynd sumarsins.

Sent: Fim Sep 16, 2021 4:06 pm
af Jón Bjarna
Mig hefur lengi langað að ná einhvernvegin svona mynd af Lunda. Þannig ég held svolítið upp á þessa frá sumrinu
© Jon Bjarnason_flug-1356.jpg

Re: Vikuáskorun 9. - 16.9: Uppskera - uppáhaldsmynd sumarsins.

Sent: Fös Sep 17, 2021 11:52 am
af Elin Laxdal
Flottar myndir hér að ofan - takk fyrir að deila. Það er ólíkt skemmtilegra að skoða myndir hér á heimasíðunni og á FB, hér njóta þær sín mun betur.
Ég lagðis í fuglamyndatökur í sumar, fjölskyldan lenti ekki eins illa í því og þín Kiddi.
Erfitt að gera upp á milli, held að þessi sé með þeim sem mér þykir vænst um.
8H5A3251-Edit-1-2.jpg