Síða 1 af 2

Vikuáskorun 1.-7. apríl 2021

Sent: Fim Apr 01, 2021 2:20 pm
af Daðey
Að þessu sinni er þemað Portraiture.

Hér er myndband um Portrait töku utandyra


Hér er myndband um Portrait töku innandyra, sem miðar að lýsingu fyrir karlkyns módel


Hér er svo myndband sem fjallar um lýsingu


Og að lokum smá texti um efnið:
https://photographypro.com/portrait-photography/

Re: Vikuáskorun 1.-7. apríl 2021

Sent: Mán Apr 05, 2021 9:59 am
af Elin Laxdal
Ekki alveg einfalt að taka þessari áskorun fyrir ljósmyndara sem gera lítið út á mið portrettmyndataka af mannfólki. Að sjálfsögðu gullið tækifæri sem ég reyndi að nýta, en því miður tókst mér ekki að fá neina manneskju í minni "páskakúlu" til þess að samþykkja gjörninginn. Því leitaði ég á náðir rósa og páskalilja - og svo auðvitað Max þegar ég var búin að múta honum.
_00A8609-Edit-1-2.jpg
_00A8605-Edit-Edit-1-4.jpg
Max.jpg
Max.jpg (839.22 KiB) Skoðað 4735 sinnum

Re: Vikuáskorun 1.-7. apríl 2021

Sent: Mán Apr 05, 2021 11:31 pm
af Anna_Soffia
Ég leitaði í gamlan sjóð og stúdíóið var bara snjóskafl og skýjaður himinn
[MyndGrandson - a gift of joy by Anna Soffía Óskarsdóttir, on Flickr]

Re: Vikuáskorun 1.-7. apríl 2021

Sent: Þri Apr 06, 2021 8:49 am
af tryggvimar
Portrettmyndatökur eru alveg sérstakt áhugamál hjá mér og fátt sem ég veit skemmtilegra en að fá skemmtilegt fólk í stúdíóið og leika með ljós og skugga. Það var snúið að fá fólk í tökur í núverandi sóttvörnum þannig að ég sæki hér nokkrar úr safninu:

gummiportrett.jpg
oli_portrett.jpg
0W0A6852 (1).jpg
0W0A6584.jpg

Re: Vikuáskorun 1.-7. apríl 2021

Sent: Þri Apr 06, 2021 10:36 am
af tryggvimar
Fermingarmyndatökurnar í ár voru svolítið litaðar af Covid en þessi hópportrett held ég að séu uppáhalds hjá mér eftir covid-fermingartörnina í ár :)
grimufjöllan.jpg

Re: Vikuáskorun 1.-7. apríl 2021

Sent: Þri Apr 06, 2021 2:27 pm
af Anna_Soffia
tryggvimar skrifaði:
Þri Apr 06, 2021 10:36 am
Fermingarmyndatökurnar í ár voru svolítið litaðar af Covid en þessi hópportrett held ég að séu uppáhalds hjá mér eftir covid-fermingartörnina í ár :)

grimufjöllan.jpg
Já mjög falleg mynd og spes lýsing í henni - út frá miðju i báðar áttir
Það sést vel af myndunum í fyrra innlegginu líka hvað þú leggur mikla alúð í myndatökuna

Re: Vikuáskorun 1.-7. apríl 2021

Sent: Mið Apr 07, 2021 9:18 am
af tryggvimar
Anna_Soffia skrifaði:
Þri Apr 06, 2021 2:27 pm
tryggvimar skrifaði:
Þri Apr 06, 2021 10:36 am
Fermingarmyndatökurnar í ár voru svolítið litaðar af Covid en þessi hópportrett held ég að séu uppáhalds hjá mér eftir covid-fermingartörnina í ár :)

grimufjöllan.jpg
Já mjög falleg mynd og spes lýsing í henni - út frá miðju i báðar áttir
Það sést vel af myndunum í fyrra innlegginu líka hvað þú leggur mikla alúð í myndatökuna
Takk fyrir Anna Soffía. Já, ég legg mikið í þetta. Varðandi lýsinguna, þá er þetta samsett mynd, þar sem ég "flippaði" þeim sem eru vinstra megin við fermingarbarnið til að ná þessu fram. Hugmyndin var sem sagt að fermingarbarnið lýsti upp tilveru fjölskyldunnar :)

Re: Vikuáskorun 1.-7. apríl 2021

Sent: Fim Apr 08, 2021 9:36 am
af Daðey
Elin Laxdal skrifaði:
Mán Apr 05, 2021 9:59 am
Ekki alveg einfalt að taka þessari áskorun fyrir ljósmyndara sem gera lítið út á mið portrettmyndataka af mannfólki. Að sjálfsögðu gullið tækifæri sem ég reyndi að nýta, en því miður tókst mér ekki að fá neina manneskju í minni "páskakúlu" til þess að samþykkja gjörninginn. Því leitaði ég á náðir rósa og páskalilja - og svo auðvitað Max þegar ég var búin að múta honum.
Góð lausn Elín, mér finnst fyrsta myndin sérstaklega sjarmerandi :)

Re: Vikuáskorun 1.-7. apríl 2021

Sent: Fim Apr 08, 2021 9:37 am
af Daðey
tryggvimar skrifaði:
Þri Apr 06, 2021 10:36 am
Fermingarmyndatökurnar í ár voru svolítið litaðar af Covid en þessi hópportrett held ég að séu uppáhalds hjá mér eftir covid-fermingartörnina í ár :)

grimufjöllan.jpg
Virkilega skemmtileg mynd!

Re: Vikuáskorun 1.-7. apríl 2021

Sent: Fim Apr 08, 2021 9:38 am
af Daðey
tryggvimar skrifaði:
Þri Apr 06, 2021 8:49 am
Portrettmyndatökur eru alveg sérstakt áhugamál hjá mér og fátt sem ég veit skemmtilegra en að fá skemmtilegt fólk í stúdíóið og leika með ljós og skugga. Það var snúið að fá fólk í tökur í núverandi sóttvörnum þannig að ég sæki hér nokkrar úr safninu:
Klárlega þitt element! Hver annarri skemmtilegri og mikill og sterkur karakter í hverri og einni!