Síða 2 af 2
Re: Vikuáskorun 10.- 17. des
Sent: Lau Des 12, 2020 11:26 pm
af ÓlafurMH
Jólakötturinn á Lækjartorgi
Re: Vikuáskorun 10.- 17. des
Sent: Lau Des 12, 2020 11:28 pm
af ÓlafurMH
Jólakötturinn á Lækjartorgi
Re: Vikuáskorun 10.- 17. des
Sent: Sun Des 13, 2020 11:46 am
af Elin Laxdal
Flottar myndir af kisa Ólafur
Re: Vikuáskorun 10.- 17. des
Sent: Sun Des 13, 2020 11:49 am
af Elin Laxdal
Fyrir þremur árum vorum við á ferðalagi í Karíbahafinu í byrjun aðventunnar, dvöldum ma í viku á Curacao í 25-30 stiga hita. Hver krókur og kimi í miðhluta Willemstad var drekkhlaðinn af jólaskrauti enda eyjan vinsæll ferðamannastaður um jólin. Þetta kom manni ekki beint í jólaskap enda andstæður á milli skrauts og loftslags of mikill, en það var gaman að sjá þetta.
Re: Vikuáskorun 10.- 17. des
Sent: Mán Des 14, 2020 11:04 pm
af Arngrímur
Komin til byggða
Re: Vikuáskorun 10.- 17. des
Sent: Þri Des 15, 2020 12:10 pm
af Daðey
Frábært að sjá fjölbreyttar og skemmtilegar myndir
Og enn betra hvað margir hafa gefið sér tíma til að taka þátt
Þetta fer greinilega vel af stað.
Re: Vikuáskorun 10.- 17. des
Sent: Mið Des 16, 2020 4:08 pm
af Andrjes
Náttúrlegt skraut
- f-35.jpg (738.37 KiB) Skoðað 6765 sinnum
Re: Vikuáskorun 10.- 17. des
Sent: Fim Des 24, 2020 1:11 pm
af Anna_Soffia
Ég var einhvernvegin föst í hugmyndum um að mynda manngerða aðventu, svo þegar ég skoðaði þennan skemmgilega þráð sá ég að ég á alveg myndir af minni aðventu. Ég vona að það sé í lagi að bæta við þráðinn þótt áskoruninni sé lokið.
Það eru stundum svo löng fjólublá augnablik milli bláma næturinnar og bjarma morgunsólarinnar
Og svo endist sólarupprásin stundum alveg þar til bjarminn fer að tilheyra sólarlaginu
og svo hitti ég þetta litla tré. Það sagði mér að sig hafi alltaf langað til að verða jólatré, frá því það var lítið fræ í stórum greniköngli. Þess vegna hafi það komið sér út í jaðar túnsins hinum megin við stóra skóginn.
Ég bað það að bíða aðeins lengur og að ég væri alveg til í að heimsækja það aftur þegar það hefur stækkað ögn í viðbót