Síða 1 af 1

Filmuljósmyndun og súrrealismi

Sent: Mán Mar 02, 2020 6:28 am
af Gunnar_Freyr
Ég er að stúdera nokkra ljósmyndara og mátti til með að sýna ykkur einn. Ég er allavega með kjálkann í gólfinu yfir þessum. Hann tekur s.s. allt á filmu og býr til súrrealískar, samsettar myndir með tvöfaldri prentun og handvirkri möskun í myrkraherberginu. Margt þarna þætti mér mjög challenging að gera í Photoshop (og hvað þá að detta þetta í hug til að byrja með). En að gera þetta svona handvirkt er eitthvað sem ég vissi ekki að væri hægt. Ég hef séð mikið af filmuljósmyndurum laga birtu og liti í framkölluninni en ekki svona.

https://www.uelsmann.net/works.php

Re: Filmuljósmyndun og súrrealismi

Sent: Mán Mar 02, 2020 8:35 am
af Arngrímur
Takk fyrir að deila þessu, þetta er ótrúlega flott nálgun og þarna er frábær listamaður sem notar ljósmyndatæknina til að skapa sín verk. Það væri gaman að sjá þessi verk stór.

Re: Filmuljósmyndun og súrrealismi

Sent: Mið Mar 04, 2020 11:08 pm
af Anna_Soffia
Hér er alveg magnaður listamaður

Re: Filmuljósmyndun og súrrealismi

Sent: Fim Mar 05, 2020 7:40 am
af Hallfríður
Takk fyrir sýnt, Gunnar. Ótrúlega hressandi andblær og súrrealismi í hæstu hæðum.