Ég er að stúdera nokkra ljósmyndara og mátti til með að sýna ykkur einn. Ég er allavega með kjálkann í gólfinu yfir þessum. Hann tekur s.s. allt á filmu og býr til súrrealískar, samsettar myndir með tvöfaldri prentun og handvirkri möskun í myrkraherberginu. Margt þarna þætti mér mjög challenging að gera í Photoshop (og hvað þá að detta þetta í hug til að byrja með). En að gera þetta svona handvirkt er eitthvað sem ég vissi ekki að væri hægt. Ég hef séð mikið af filmuljósmyndurum laga birtu og liti í framkölluninni en ekki svona.
https://www.uelsmann.net/works.php
Filmuljósmyndun og súrrealismi
- Anna_Soffia
- Fókusfélagi
- Póstar: 114
- Skráði sig: Mið Jan 01, 2020 4:13 pm
Hér er alveg magnaður listamaður
-
- Fókusfélagi
- Póstar: 42
- Skráði sig: Mið Des 18, 2019 9:38 am
Takk fyrir sýnt, Gunnar. Ótrúlega hressandi andblær og súrrealismi í hæstu hæðum.