BBC Master Potographers
Sent: Mán Mar 06, 2023 6:54 am
BBC master photographers er þáttaröð frá 1983. Þetta eru viðtöl við nokkra af þekktustu ljósmyndurum heims, allir komnir vel á aldur á þeim tíma sem efnið var unnið. Þættirnir eru mjög áhugaverðir í sögulegu samhengi - það er upplifun að sjá og hlusta á Ansel Adams, Andre Kertesz og Alfred Eisenstaedt sýna og segja frá myndum sínum og lífi sem ljósmyndarar. Það sem slær mann við að horfa á þessa þætti er að hugsunarháttur, aðferðarfræði og vandamál í ljósmyndun eru nákvæmlega þau sömu í dag og þau voru þá - að undanteknu því að við erum laus við eiturefnin og þurfum ekki að spara klikkin.
Njótið
Njótið