Ímynd: Ný þáttaröð um sögu ljósmyndunar á Íslandi

Allt á milli himins og jarðar
Svara
Elin Laxdal
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 234
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:15 pm

Mán Jan 16, 2023 6:08 pm

Ímynd sex þátta sería sem rekur í senn sögu ljósmyndunar á Íslandi og hvernig samband okkar sem almennings hefur breyst og þróast gagnvart ljósmyndun. Enn frekar beina þættirnir sjónum að starfandi íslenskum ljósmyndurum og hvernig ljósmyndarar hafa speglað samtíma sinn á hverjum tíma. Að lokum skoðum við stofnanir og greinar sem treysta á ljósmyndun sem tæki til rannsókna og könnunar, til dæmis rannsóknarlögregluna og sjúkrahús. Ljósmyndarar sem meðal annars er fjallað um í þáttunum eru Sigfús Eymundsson, Nicoline Weywadt, Anna Schiöth, Eyjólfur Jónsson, Loftur Guðmundsson, Saga Sigurðardóttir, Einar Falur Ingólfsson, Páll Stefánsson, Ragnar Axelsson - RAX, Pétur Thomsen, Sigurgeir Sigurjónsson, Ben Hardman, Eydís María Ólafsdóttir, Ólafur K. Magnússon, Árni Sæberg, Heiða Helgadóttir, Valdís Óskarsdóttir, Þorkell Þorkelsson, Jón Ívar Brynjólfsson, Bára Kristinsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Rúnar Gunnarsson, Sissa Ólafsdóttir og Rán Péturs Bjargardóttir. Ráðgjafar: Einar Falur Ingófsson, Inga Lára Baldvinsdóttir og Þorsteinn Joð
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Mið Jan 18, 2023 11:08 pm

Ég hlakka mikið til að sjá!
Skjámynd
Ottó
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 213
Skráði sig: Fim Nóv 28, 2019 6:30 pm
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:

Sun Feb 12, 2023 9:18 pm

Frábærir þættir.
Svara