Ljósmyndasýning í Ráðhúsinu: Spurningar, svör og almenn umræða

Allt á milli himins og jarðar
Elin Laxdal
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 234
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:15 pm

Fim Feb 10, 2022 7:04 am

Í fyrsta lagi ber að óska sýninganefnd og stjórn til hamingju með að landa þessum frábæra stað fyrir ljósmyndasýningu ársins. Það á að vanda vel til verka, valdar myndir í góðri stækkun, prentaðar á góðan pappír. Val á viðfangsefni þe landslag, höfðar til margra félagsmanna. Félagar hafa fengið tölvupóst með góðum upplýsingum um stærð mynda, upplausn etc. Þrátt fyrir það geta vaknað ýmsar spurningar og/eða þörf fyrir umræðu um sýninguna. Til þess að hlífa sýningarnefnd við því að svara fyrirspurnum í tölvupósti (mögulega þeim sömu í sumum tilvikum) er hugmyndin að hafa þráð hér á heimasíðunni sem allir geta tekið þátt í, lesið o.s.frv.
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Fim Feb 10, 2022 9:28 am

Frábært framtak, takk fyrir að koma þessu af stað. Endilega spyrjið mig spjörunum úr. Það er að sjálfsögðu velkomið að senda mér tölvupóst á syning@fokusfelag.is þó hér sé kominn þessi fíni þráður.

Ég vil hvetja alla sem eru búnir að ákveða hvaða mynd viðkomandi ætlar að senda, að gera það bara strax því það minnkar álagið að geta byrjað að fara yfir hlutina strax þó skilafrestur sé ekki liðinn.

Það kostar ekkert að prufa að senda og sjá hvort myndin ykkar verður fyrir valinu. :D
finnurp
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 9
Skráði sig: Mán Okt 05, 2020 12:17 pm

Fim Feb 10, 2022 12:16 pm

flott framtak Elín - takk
Saemundur
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 5
Skráði sig: Sun Apr 26, 2020 10:38 am

Fim Feb 10, 2022 1:48 pm

Hvað kostar prentunin?
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Fim Feb 10, 2022 4:00 pm

Saemundur skrifaði:
Fim Feb 10, 2022 1:48 pm
Hvað kostar prentunin?
Prentunin kostar 10.000kr sem er um 50% afsláttur frá venjulegu verði.
Skjámynd
Þorkell
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 98
Skráði sig: Fös Nóv 29, 2019 7:53 am
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fim Feb 10, 2022 6:28 pm

Á myndin vera í lit eða svarthvítu?

Sendi ég bara eina skrá, s.s. TIFF ef ég get þannig?
Þorkell Sigvaldason
Instagram - Flickr
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Fös Feb 11, 2022 9:44 am

Þorkell skrifaði:
Fim Feb 10, 2022 6:28 pm
Á myndin vera í lit eða svarthvítu?

Sendi ég bara eina skrá, s.s. TIFF ef ég get þannig?
Myndin má vera hvort tveggja í sh eða lit. Best er að senda skrána í wetransfer því allar líkur eru á að tiff skrá í fullum gæðum sé stærri en 25MB og fari ekki í gegnum póstþjóninn okkar. Undir 25MB má fara beint í pósti á syning@fokusfelag.is . Þú mátt senda 2 myndir ef þú vilt en ein mynd fer frá hverjum og einum í endanlega valið hjá óháðu nefndinni. Það er í lagi ef þú átt ekki raw fæl og getur ekki exportað í tiff (sumir taka ekki í raw, bara jpeg). Athugaðu að of litlar myndir gætu farið illa í stækkun. Við munum þá gera athugasemdir við það.
Skjámynd
Þorkell
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 98
Skráði sig: Fös Nóv 29, 2019 7:53 am
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fös Feb 11, 2022 9:03 pm

Gunnar_Freyr skrifaði:
Fös Feb 11, 2022 9:44 am
Þorkell skrifaði:
Fim Feb 10, 2022 6:28 pm
Á myndin vera í lit eða svarthvítu?

Sendi ég bara eina skrá, s.s. TIFF ef ég get þannig?
Myndin má vera hvort tveggja í sh eða lit. Best er að senda skrána í wetransfer því allar líkur eru á að tiff skrá í fullum gæðum sé stærri en 25MB og fari ekki í gegnum póstþjóninn okkar. Undir 25MB má fara beint í pósti á syning@fokusfelag.is . Þú mátt senda 2 myndir ef þú vilt en ein mynd fer frá hverjum og einum í endanlega valið hjá óháðu nefndinni. Það er í lagi ef þú átt ekki raw fæl og getur ekki exportað í tiff (sumir taka ekki í raw, bara jpeg). Athugaðu að of litlar myndir gætu farið illa í stækkun. Við munum þá gera athugasemdir við það.
Ég var meira að spá í jpg fyrir sýningarnefnd og valnefnd þar sem þannig er yfirleitt minni og auðveldari í meðförum. Svo TIFF fyrir prentarann. Það yrði sama ljósmynd í báðum tilvikum.
Þorkell Sigvaldason
Instagram - Flickr
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Fös Feb 11, 2022 10:06 pm

Þorkell skrifaði:
Fös Feb 11, 2022 9:03 pm
Gunnar_Freyr skrifaði:
Fös Feb 11, 2022 9:44 am
Þorkell skrifaði:
Fim Feb 10, 2022 6:28 pm
Á myndin vera í lit eða svarthvítu?

Sendi ég bara eina skrá, s.s. TIFF ef ég get þannig?
Myndin má vera hvort tveggja í sh eða lit. Best er að senda skrána í wetransfer því allar líkur eru á að tiff skrá í fullum gæðum sé stærri en 25MB og fari ekki í gegnum póstþjóninn okkar. Undir 25MB má fara beint í pósti á syning@fokusfelag.is . Þú mátt senda 2 myndir ef þú vilt en ein mynd fer frá hverjum og einum í endanlega valið hjá óháðu nefndinni. Það er í lagi ef þú átt ekki raw fæl og getur ekki exportað í tiff (sumir taka ekki í raw, bara jpeg). Athugaðu að of litlar myndir gætu farið illa í stækkun. Við munum þá gera athugasemdir við það.
Ég var meira að spá í jpg fyrir sýningarnefnd og valnefnd þar sem þannig er yfirleitt minni og auðveldari í meðförum. Svo TIFF fyrir prentarann. Það yrði sama ljósmynd í báðum tilvikum.
Aha ég fatta. Það er nóg að senda bara tiff myndina. Ég exporta öllum myndum fyrir valnefndina hvort eð er og munar ekkert um að græja jpg úr þinni í leiðinni. Að því sögðu er það að sjálfsögðu í lagi ef þú sendir báðar útgáfur, þú ræður
Skjámynd
Anna_Soffia
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 115
Skráði sig: Mið Jan 01, 2020 4:13 pm

Lau Feb 12, 2022 4:54 pm

Ég sé hér umræðu um tiff - er betra að senda myndir í tiff? - Ég flutti mínar út í jpg, get vel gert það í tiff ef það er betra
Svara