Námskeið hjá Díönu Júlíusdóttur fyrir félagsmenn Fókus

Allt á milli himins og jarðar
Svara
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Sun Nóv 07, 2021 7:54 pm

Námskeið fyrir félagsmenn Fókus
hjá Díönu Júlíusdóttur


Díana Júlíusdóttir hefur unnið fjölda keppna og sýnt sín verk út um allan heim og fengum við að skyggnast inn í hennar heim þegar hún hélt fyrirlestur fyrir okkur á kvöldfundi nýverið. Díana hefur nýlega sett á laggirnar 2ja daga námskeið sem óhætt er að segja að hafi verið vel tekið og eru umsagnir þeirra sem það sóttu allar mjög jákvæðar og fólk segir að það hafi lært mikið og jafnvel breytt sýn þeirra á sinni eigin ljósmyndun.

Við höfum gert samkomulag við Díönu um að félagsmönnum Fókus verði veittur 10% afsláttur af námskeiðsgjaldinu og mun félagið niðurgreiða námskeiðið fyrir hvern félagsmann að auki. Kostnaður útleggst á þennan veg:

Verð: 45.000 kr.
10% afsláttur: 4.500 kr.
Niðurgreiðsla: 5.500 kr.
Endanlegt verð til félagsmanna Fókus: 35.000 kr.

Við vekjum athygli á að þetta námskeið fellur undir tómstundanámskeið samkvæmt skilgreiningu stéttarfélaga og er hægt að sækja um styrk úr þar til gerðum sjóði hjá flestum stéttafélögum. Við hvetjum ykkur til að kanna hvaða kjör ykkar stéttarfélag býður upp á.

Þetta er tækifæri sem erfitt er að láta sér ganga úr greipum.
Næstu námskeið verða haldið helgarnar 20-21.nóv og 27-28.nóv. Þar verður áherslan lögð á portrett myndir en hún mun koma inn á landslagsmyndatöku líka að einhverju leyti.

Hér má finna upplýsingar um Díönu
www.dianajuliusdottir.com

Skráning fer fram samkvæmt því sem kemur fram í lýsingu námskeiðsins hér að neðan en þar að auki er mikilvægt að þið sendið póst á fokusfelag@fokusfelag.is til að láta okkur vita svo hægt sé að staðfesta við Díönu að þið séuð fullgildir meðlimir Fókus og getið því nýtt ykkur þetta tækifæri.

Fyrir ykkur sem ekki eruð fullgildir meðlimir Fókus, viljum við benda á að árgjaldið í félagið er aðeins 7.500 kr. og þetta tækifæri eitt og sér er meiri afsláttur en árgjald í félag sem fær til sín fyrirlesara, fer í ljósmyndaferðir, hittist í kvöldrölt til að ljósmynda í góðum hópi, heldur sýningar á verkum félagsmanna, gefur út árbækur og margt fleira. Við hvetjum ykkur til að nýta ykkur þetta tækifæri og ganga til liðs við okkur og skrá ykkur á námskeiðið hjá Díönu. Við sjáumst svo þegar þið komið og takið þátt í því frábæra starfi sem er í gangi í félaginu.

Hér eru upplýsingar um námskeiðið:
Námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á ljósmyndun og vilja taka betri og vandaðri myndir. Námskeiðið verður haldið í Blómvangi, Reykjamel 13, Mosfellsbæ. helgina 20-21 og 27-28 nóvember frá klukkan 10:00-14:00. 8.klst. Námsskeiðið tekur tvo daga.

Á námskeiðinu er fjallað um myndbyggingu, skapandi hugsun, ljós og skugga. Birtu,bæði náttúrulega og tilbúna birtu og hvernig þessi ljós vinna saman. Muninn á portrett- og landslags myndum. Rýnt verður í muninn á góðum ljósmyndum og lélegum. Hvað ber að varast og hvaða skal einblína á þegar teknar eru ljósmyndir og að lokum munum við velta fyrir okkur hvað það er sem gerir góða ljósmynd enn betri. Ávinningur þinn er að taka betri ljósmyndir, virkja sköpunina, þróa hugmyndir á myndrænan hátt, rýna í ljósmyndir á gagnlegan hátt og að njóta þess að taka ljósmyndir.

Námskeiðið verður bæði á fyrirlestraformi og með verklegum æfingum.
Koma með: Myndavél eða síma með myndavél og koma klædd eftir veðri.

Fimm dögum áður en námskeiðið hefst sendir þú þrjár ljósmyndir, sem þú hefur tekið, á leiðbeinanda námskeiðs, Díönu Júlíusdóttur á netfangið dianajul17@gmail.com. Hún mun rýna í ljósmyndirnar með þér.

Leiðbeinandi: Díana Júlíusdóttir ljósmyndari, hún stundar núna Masters nám í Menningu, listum og frumkvöðlun í listum með áherslu á ljósmyndun við Novia Háskólan í Finnlandi en áður útskrifaðist Díana frá Ljósmyndaskólanum, hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér á landi og erlendis og hlotið verðlaun fyrir verk sín. Árið 2018 gaf hún út ljósmyndabókina Hnúkurinn ásamt Sigmundi Erni árið 2018. Nánari upplýsingar um leiðbeinanda má sjá hér: https://www.dianajuliusdottir.com
Verð: 45.000kr
Skráning: Þú sendir skeyti á netfangið dianajul17@gmail.com og segir frá því sem þig langar helst að læra í tengslum við ljósmyndun.
Gildi ljósmyndunar er að varðveita minningar, eitthvað fest á filmu varðveitist en ef það er engin ljósmynd þá gleymist viðfangsefnið og glatast (Róbert Adams).
Svara