Útimyndataka - ljós...?

Allt á milli himins og jarðar
Svara
Skjámynd
Daðey
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 146
Skráði sig: Sun Des 29, 2019 8:03 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Mið Okt 27, 2021 1:53 pm

Það er freistandi að beina þessari fyrirspurn beint til Tryggva eftir kynninguna hans á vinnukvöldinu um daginn - en ég ákvað að láta vaða hingað inn því það gæti verið fleirum til gagns og jafnvel fleiri möguleikar sem koma upp.

Mig langar að koma mér upp ljósabúnaði sem hentar vel í svona útimyndatökur. Ég er með Canon R6. Ég ætla að setja þetta á jólagjafaóskalistann minn og því vantar mig ábendingar :)


Göngum út frá því að ég eigi bara myndavélina (á gamalt flash svosem, en gleymum því í smá stund).

Hverju mælið þið með í start - hvað er algjört must og hvað er algjört nono ef eitthvað er. Væri gaman að fá praktískar ábendingar en líka gaman að leyfa sér að dreyma um toppinn í þessum heimi.

Orðið er laust :)
Skjámynd
kiddi
Kerfisstjóri
Kerfisstjóri
Póstar: 274
Skráði sig: Þri Nóv 26, 2019 11:34 pm
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:

Fim Okt 28, 2021 4:51 pm

Þú færð langmest fyrir peninginn í Godox í dag, þú gætir t.d. keypt Godox V1 og þráðlausa fjarstýringu, þá gætirðu bæði notað flassið beint á myndavélinni og líka sem sjálfstætt einhversstaðar annarsstaðar.

Godox V1:
https://www.beco.is/product/godox-speelite-v1-ttl/

Næsta skref fyrir ofan V1 væri t.d. AD200:
https://reykjavikfoto.is/vefverslun/auk ... -rafhlodu/

Þráðlaus sendir sem þú getur notað með öllu frá Godox:
https://reykjavikfoto.is/vefverslun/auk ... s-trigger/

Ef ég væri að byrja upp á nýtt í dag þá færi ég í Godox, allir aukahlutir eru svo svakalega ódýrir og allt svo aðgengilegt. Sem dæmi þá kostar Godox sendirinn flotti 16.900 en Profoto sendirinn minn kostar um 73.900 kr. og þeir gera nákvæmlega sama hlutinn. Godox V1 sem kostar 56.900 kr er í raun "klón" af Profoto A1 sem kostar um 200þ kr. Godox softbox og regnhlífar kosta 1/4 af því sem Profoto kostar.
Gunnar_Freyr
Póstar: 155
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:36 pm

Sun Nóv 07, 2021 9:16 pm

ég er búinn að vera með Godox flöss og stúdíó strobes nánast frá upphafi og það er rock solid dót. Nú síðast fékk ég mér Godox AD200 og það er bara game changer! Svo ótrúlega frábær græja. Ég nota það fyrir allt sem ég geri úti og slatta í stúdíóinu líka. það er svo meðfærilegt og létt en nógu kraftmikið í alls kyns vinnslu. Þú getur bara kíkt upp í stúdíó og fengið að prufa. Ég hef líka, einhverra hluta vegna, safnað mér mun fleiri soft boxum en ég mun nokkurn tíma nota. Þú getur fengið eitthvað af þessu dóti lánað bara :)
tryggvimar
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 69
Skráði sig: Þri Jan 28, 2020 10:19 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Mán Nóv 08, 2021 10:09 am

Ég er alveg innilega sammála Kidda og Gunnari hér.
Svara