Síða 1 af 1

Göturölt

Sent: Lau Sep 11, 2021 7:06 am
af Gunnar_Freyr
Sæl öll

Þriðjudaginn 14.september ætla ég að vera í miðbænum að rifja upp gamla takta í götu-og mannlífsljósmyndun. Allir sem hafa áhuga á að vera með eru hjartanlega velkomnir. Sérstaklega vil ég bjóða velkomna alla nýliða í félaginu því það er alveg kominn tími á sjá ný andlit með eða án grímu :D

Þið getið sent mér skilaboð hér, á FB eða bara hringt í 863-4452 ef þið viljið slást með í för.

Re: Göturölt

Sent: Lau Sep 11, 2021 4:13 pm
af kiddi
Aldrei að vita nema maður reyni að komast! Ertu með einhvern upphafsstað í huga og stund?

Re: Göturölt

Sent: Lau Sep 11, 2021 6:21 pm
af Gunnar_Freyr
Klassískt að hittast í andyri Hörpunnar kl 20 og labba þaðan. Getur verið að ég byrji í bílageysmlunni sjálfri kl 19 samt. Það er ein mynd sem mig langar að ná þar :)

Re: Göturölt

Sent: Mið Sep 15, 2021 11:30 pm
af kiddi
Hér kemur smá myndasería frá kvöldröltinu, takk kærlega fyrir mig :) Þetta var ofboðslega skemmtilegt kvöld og enduðum við á kaffihúsi þar sem myndavélin mín gekk á milli manna og því á ég engar af myndunum sem voru teknar yfir kaffibolla. Það var alveg bíó að sjá hana Rögnu (Ragnhildur Guðrún Finnbjörnsdóttir) koma út úr skápnum þetta kvöld sem alvöru götulífsljósmyndari, en hún var ófeimin að stökkva á alla áhugaverða karaktera sem urðu fyrir vegi hennar, á meðan við hin skræfurnar horfðum á með öfund yfir þessum kjarki. Ég hlakka til að sjá myndirnar frá henni :)

Myndir teknar á Canon EOS R5 með RF 28-70/2L
1B8A7619 1.jpg
1B8A7631 1.jpg
1B8A7640 1.jpg
1B8A7642 1.jpg
1B8A7643 1.jpg
1B8A7648 1.jpg
1B8A7662 1.jpg
1B8A7665 1.jpg
1B8A7670 1.jpg
1B8A7680 1.jpg
1B8A7684 1.jpg
1B8A7689 1.jpg
1B8A7691 1.jpg
1B8A7693 1.jpg
1B8A7695 1.jpg
1B8A7697 1.jpg
1B8A7703 1.jpg
1B8A7709 1.jpg
1B8A7711 1.jpg