Síða 1 af 1

photoshop

Sent: Þri Mar 02, 2021 5:56 pm
af Sara Ella
Komið þið sæl, ég hef verið að leika mér að því að reyna að læra á photoshop, er með það í áskrift en lítið notað. Hefur gengið svolítið hjá mér en vantar svo mikið íslenskar leiðbeiningar til að skilja alveg í botn, er einhver sem getur bent mér á hvar ég get fengið svoleiðis, annað hvort á netinu eða á prenti, bók eða eitthvað?

Re: photoshop

Sent: Mið Mar 03, 2021 5:08 pm
af Elin Laxdal
Komdu sæl Sara Ella.
Ég veit ekki til þess að til sé íslensk þýðing á einhverjum hlutum af þeim óendanlega frumskógi sem PS er. Ef einhver veit það þá eru það þeir hjá Hugbúnaðarsetrinu.
Held að flestir læri á það með því að horfa á myndbönd á Youtube - en þau eru öll á ensku eða öðrum erlendum tungumálum.
Best held ég að væri að sækja námskeið - ég gúgglaði og fann þetta hjá Proment sem verður haldið nú í mars:
https://www.promennt.is/is/namsleidir/v ... op-grunnur
Ef ég væri að byrja að nota PS þá myndi ég hikstalaust fara á svona námskeið - sparar óendanlega mikinn tíma og orku, pirring og ergelsi :)
Gangi þér vel !

Re: photoshop

Sent: Mið Mar 03, 2021 8:01 pm
af Sara Ella
Takk Elín, ég fór á PS námskeið fyrir nokkrum árum, hef lítið sem ekkert notað PS aðallega LR, en núna datt mér í hug að rifja upp en finn ekki gömlu kennslubækurnar ( sennilega farið í ruslið í einhverri tiltektinni). Ég keypti mér kennslu á netinu og gengur nokkuð vel að skilja en var að spá í að hafa til hliðsjónar íslenskuna, fann gamla kennskubók á bókasafninu læt það duga og grufla áfram