Síða 1 af 1

Hreinsun og lagfæring mynda.

Sent: Þri Feb 23, 2021 6:24 pm
af FilippusJó
Ágætu félagar. Ég er með tvær myndir sem mig langar að láta lagfæra en til þess þarf góðan Photoshoppara. Önnur myndin er tekin 1944 eða 1945 af mér 5 eða 6 ára og systir minni og frænku. Hin myndin er af foreldrum mínum tekin 1961. Að sjáfsögðu mun ég greiða fyrir veitta þjónustu. Kveðja Filippus.

Re: Hreinsun og lagfæring mynda.

Sent: Þri Feb 23, 2021 8:55 pm
af kiddi
Væri ekki tilvalið að bjóða myndirnar fram hér á spjallinu og leyfa mörgum að spreyta sig? :)

Re: Hreinsun og lagfæring mynda.

Sent: Mið Feb 24, 2021 8:48 am
af FilippusJó
Set ég myndirnar inn á venjulegan hátt og í hvar í flokk mynda og hvernig Kiddi.?

Re: Hreinsun og lagfæring mynda.

Sent: Mið Feb 24, 2021 9:49 am
af FilippusJó
Er einhverjir sem vilja spreyta sig á að lagfæra þessar myndir.
img380 - Copy.jpg
img031 - Copy (3).jpg
img031 - Copy (3).jpg (127.7 KiB) Skoðað 11867 sinnum
. Á annari myndinni er ég 5 eð 6 ára 1944 45 það vatar í kjól systir minnar brotnaðhorn af myndinni. Hin myndin er af foreldrum mínum teekin um 1960 þau á fimmtugsaldri. Fjarlægja þarf mynddir og fleira úr bakgrunninum. Neðsti partur myndarinnar of dökkur og eins og þau standi upp við skáp kannski mætti gera myndin ferkenntaða. Takk fyrir þessa uppástungu Kiddi. Ég er með netfangið fillijo@simnet.is sem senda má mér myndirnar á að verki loknu.

Kveðja Filippus Jóhannsson. GSM 898-3985

Re: Hreinsun og lagfæring mynda.

Sent: Mið Feb 24, 2021 11:41 am
af FilippusJó
Get sent myndirnar í tölvupósti til þeirra sem vilja lagfæra myndirnar.

Re: Hreinsun og lagfæring mynda.

Sent: Mán Mar 08, 2021 10:50 am
af Ragnhildur
Sæll Filippus,

Þetta eru skemmtilegar og dýrmætar myndir. Ég hef ekki mikla reynslu af því að laga svona myndir en ég gerði mitt besta rétt fyrir áramót við eina mynd af ömmu minni. Ég er ekki mesti snillingurinn en ég skal taka atrennu, amk af myndinni af foreldrum þínum. Mögulega er hin myndin út fyrir mína kunnáttu í PS.

Er einhver dagsetning sem þú þarft að fá þetta fyrir?

Ég sendi þér e-mailið mitt á einkaskilaboðum á FB. Ég vil síður gefa það upp hér.

Re: Hreinsun og lagfæring mynda.

Sent: Mán Mar 08, 2021 10:39 pm
af kiddi
Ég datt í smá stuð, ég veit ekki hvort það sé hægt að ná þessu mikið betur nema fara beinlínis að handmála myndirnar uppá nýtt :)

Re: Hreinsun og lagfæring mynda.

Sent: Þri Mar 09, 2021 11:50 am
af Arngrímur
Þetta er mögnuð breyting, er þetta unnið í PS ? Frábært að sjá hvað er hægt að gera.

Re: Hreinsun og lagfæring mynda.

Sent: Þri Mar 09, 2021 9:55 pm
af Daðey
kiddi skrifaði:
Mán Mar 08, 2021 10:39 pm
Ég datt í smá stuð, ég veit ekki hvort það sé hægt að ná þessu mikið betur nema fara beinlínis að handmála myndirnar uppá nýtt :)
Ótrúlegt hvað er hægt að gera! Virkilega snyrtilega gert Kiddi!

Re: Hreinsun og lagfæring mynda.

Sent: Þri Mar 09, 2021 10:43 pm
af kiddi
Arngrímur skrifaði:
Þri Mar 09, 2021 11:50 am
Þetta er mögnuð breyting, er þetta unnið í PS ? Frábært að sjá hvað er hægt að gera.
Takk Daðey og Arngrímur :) Já þetta er unnið í Photoshop, mestmegnis handavinna með clone & heal burstum. Það eru engar alvöru skyndilausnir í svona, allavega hef ég ekki fundið þær ennþá. Þetta var sirka 60 mín verk fyrir báðar myndirnar.