Fótógenískar gönguleiðir?

Allt á milli himins og jarðar
Svara
Skjámynd
Daðey
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 146
Skráði sig: Sun Des 29, 2019 8:03 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Lau Jan 30, 2021 3:51 pm

Mig vantar svo hugmyndir af gönguleiðum (ca 2kl akstursradíus frá höfuðborgarsvæðinu) - sem eru ekki bara gönguleiðir heldur skemmtilegar fyrir myndatökur. Þær mega alveg reyna eitthvað á, t.d. fjallgöngur, en væri þá gott að taka fram hvort þær væru "byrjenda" "meðal" eða "erfiðar".

Endilega skellið fram hugmyndum um augljósar og ekki eins augljósar leiðir - því ég er utan af landi og ekki vel að mér í þessum hlutum á þessu landssvæði...
Sara Ella
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 87
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 10:15 pm

Lau Jan 30, 2021 7:21 pm

Allt í kringum Álafoss, Hafravatn og þar í kring t.d fellin í Mos
Skjámynd
Daðey
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 146
Skráði sig: Sun Des 29, 2019 8:03 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Sun Jan 31, 2021 4:30 pm

Eftir smá leit fann ég áhugaverðar bækur, 25 gönguleiðir....
Ákvað að panta 25 gönguleiðir í Hvalfirði og mun eflaust seinna panta Reykjanesskagann ef mér líst vel á hina...

Þig samt allar hugmyndir...
tryggvimar
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 69
Skráði sig: Þri Jan 28, 2020 10:19 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Mán Feb 01, 2021 12:53 pm



Ég hef þvælst talsvert um Reykjanesið. Þar get ég bent á 2 leiðir sem mér hafa þótt skemmtilegar:

1. Ketilstígur, gengið upp frá bílastæðinu við hverasvæðið í Seltúni. Kemur að vatni sem heiti Arnarvatn og svæðið þar í kring finnst mér fótógenískt. Ég hef bæði farið upp að vatninu og myndað þar og svo til baka, en líka farið hring þar sem er gengið áfram um Hettustíg og þá er komið niður nær Krísuvíkurskóla og þaðan hef ég labbað til baka að hverasvæðinu. Ég gerði stutt myndband um eina af ferðunum mínum þangað í sumar:



2. Austurengjahver, gengið frá bílastæðinu við Grænavatn. Hverinn er mjög vatnsmikill og útsýnið af hæðunum þar í kring finnst mér skemmtilegt.

Ég get ekki sett mælikvarða á erfiðleikastigið, það er svo svakalega misjafnt hvað fólki finnst. En Austurengjahver er með mjög lítlli hækkun og ætti að vera nokkuð auðveld. Það þarf samt að fara sérstaklega varlega í kringum hverasvæðið.

Það er svolítil hækkun í fyrstu á Ketilstíg, en ekkert klifur eða klettabrölt eða slíkt.
Skjámynd
FilippusJó
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 63
Skráði sig: Mið Des 18, 2019 7:52 am
Staðsetning: Reykjavík

Mán Feb 01, 2021 8:30 pm

Daðey get bent á gönguleið um Búrfellssgjá úr Heiðmörk. Gaman að fara upp á Búrfellsgígjinn og sjá ofan í gígjinn. Svo er til vefur sem heitir ferlir.is þar er að finna fullt af fróðleik um áhugaverð svæði á Reykjanesinu.
Skjámynd
FilippusJó
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 63
Skráði sig: Mið Des 18, 2019 7:52 am
Staðsetning: Reykjavík

Mán Feb 01, 2021 8:38 pm

Flott myndband Tryggvi Már.
Elin Laxdal
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 234
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:15 pm

Mán Feb 01, 2021 10:48 pm

Þau svæði sem mér finnst skemmtilegt að ganga um með myndavél hér í Rvk og nágrenni eru:
Svæðið í kring um Elliðavatn
Heiðmörk þar sem skógurinn er hvað þéttastur.
Helgufoss í Mosfellssveit og svæðið í kring
Elliðaárdalur
Vífilsstaðavatn þegar flórgoðinn er mættur á svæðið.
Grasagarðurinn í Laugardal á vorin og sumrin
Hvalfjörður og gönguleiðir þaðan.
Svara