Síða 1 af 1

Skuggi - stúdíóljós

Sent: Sun Des 06, 2020 9:12 pm
af Daðey
Hæhæ

Ég var í fyrsta sinn að leika mér með studioljós sem ég keypti mér. Var búin að skoða youtube af myndböndum um efnið, en flest sem ég fann tengdust því að setja ljósin saman og þessháttar.

Nú lendi ég í því að það er leiðindar skuggi á myndunum - hvernig sný ég mér í því? Ég prufaði að stilla styrkleikann á ljósnumum hingað og þangað og allskonar en komst ekki fram hjá þessum vanda...

Væri til í einhver ráð - hvort sem það er í formi svars eða ábendingar um efni á youtube sem hjálpar manni við að staðsetja ljósin rétt og stilla þau...

Fyrirfram þakkir :)

Re: Skuggi - stúdíóljós

Sent: Mán Des 07, 2020 8:42 am
af Arngrímur
Gætir prófað að lýsa sérstaklega á bakgrunninn með ljósi sem er aftan við viðfangsefnið.

Re: Skuggi - stúdíóljós

Sent: Mán Des 07, 2020 7:52 pm
af Elin Laxdal
Hér er smá fræðsla um studio lýsingu.
https://www.lightstalking.com/use-conti ... rtraiture/
Það er óendanlega mikið af góðu fræðsluefni á þessari síðu þe lightstalking

Re: Skuggi - stúdíóljós

Sent: Mán Des 07, 2020 8:17 pm
af tryggvimar
Hvar er skugginn er eiginlega lykilspurning.

Staðsetningin á ljósunum ræður öllu um það hvar skugginn fellur. Stærðin á modifier (regnhlíf, softbox eða slíkt) getur síðan haft áhrif á það hversu harður skugginn verður. Ertu til í að setja inn dæmi og lýsingu á því hvernig þú stilltir þessu upp og þá get ég kannski aðstoðað :)

Kv. Tryggvi Már

Re: Skuggi - stúdíóljós

Sent: Mið Des 09, 2020 10:36 am
af tryggvimar
Varstu búin að sjá þetta myndband, Daðey?



Kveðja
Tryggvi Már

Re: Skuggi - stúdíóljós

Sent: Mið Des 09, 2020 11:35 am
af Daðey
tryggvimar skrifaði:
Mán Des 07, 2020 8:17 pm
Hvar er skugginn er eiginlega lykilspurning.

Staðsetningin á ljósunum ræður öllu um það hvar skugginn fellur. Stærðin á modifier (regnhlíf, softbox eða slíkt) getur síðan haft áhrif á það hversu harður skugginn verður. Ertu til í að setja inn dæmi og lýsingu á því hvernig þú stilltir þessu upp og þá get ég kannski aðstoðað :)

Kv. Tryggvi Már
Takk fyrir þetta Tryggvi, ég kíki á þetta í kvöld og set þá inn óunna mynd og mynd af uppsetningunni :)

Re: Skuggi - stúdíóljós

Sent: Mið Des 09, 2020 1:20 pm
af kiddi
Því minni sem stúdíóaðstaðan er því erfiðara er að stjórna ljósi og skugga. Ef viðfangsefnið er nálægt bakgrunninum þá er skuggi óhjákvæmilegur nema þú lýsir sérstaklega á skuggann eins og fram hefur komið.