On-line ljósmyndaskólar???

Allt á milli himins og jarðar
Svara
Ragnhildur
Póstar: 89
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:32 pm
Hafðu samband:

Fim Okt 08, 2020 9:48 am

Komið þið sæl,

Veit einhver hér um almennilega on-line ljósmyndaskóla? Ég veit að NY Institute of Photography og er að pæla í honum, en mér finnst hann dýr (ef til vill eru allir dýrir ef maður fær réttu þjónustuna) og það eru svolítið mismunandi review um hann. Svo hef ég tekið námskeið í PS, LR og fleira í The School of Photography, sem mér finnst æðislegt þegar maður er að læra frá grunni, en nú þarf ég eitthvað dýpra.
Ég hef aðeins skoðað Tækniskólann, þar þarf maður að taka grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina, sem er hægt að gera með vinnu en það er víst ekki hægt að taka fagnámið Ljósmyndun með vinnu.

Það sem ég hef áhuga á er að læra meira um ljósmyndun og tækni, gera tasks og fá personal feedback. Svo myndi þurfa að vera eitthvað annað í boði en "almenn ljósmyndun". Ég hef t.d. áhuga á að læra portraiture og mögulega journal photography eða eitthvað álíka.

Ég hlakka til að heyra frá ykkur :)
tryggvimar
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 69
Skráði sig: Þri Jan 28, 2020 10:19 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Fim Okt 08, 2020 6:10 pm

Ég kláraði þennan professional pakka hjá New York Institute of Photography á sínum tíma. Hann hafði helst þá kosti að efnið var vel sett fram, verkefnin voru krefjandi, út fyrir þægindarammann minn og grunnatriðin einhvern vegin mjög skýr. Þetta var þannig að ég fékk fullt af lesefni og leiðbeiningum, en væntanlega eru komin kennslumyndbönd á netið núna, eða hvað? Svo sendi ég útprentaðar myndir út og fékk til baka hljóðskrá þar sem kennari fór yfir hvað var gott og hvað hefði mátt gera betur.

Helsti gallinn við þetta var að það er ekkert utanumhald, enginn "umsjónarkennari" sem tékkar á manni, hvetur mann áfram og minnir mann á að halda áfram. En það er kannski almennt ekki þannig í svona netskólum.

Ég lærði alveg helling af þessu, en reyndar ekki mjög mikið í portrettmyndatökum. Þar hefur youtube verið minn helsti mentor ennþá. Ef það er eitthvað um þetta nám sem þú ert að spá í, þá get ég reynt að svara hér :)
Ragnhildur
Póstar: 89
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 8:32 pm
Hafðu samband:

Fim Okt 08, 2020 11:04 pm

Takk fyrir þessar upplýsingar Tryggvi. Gaman að heyra að þú fórst í þennann skóla og hafðir gaman að. Ég kannski hef þig á bakvið eyrað fyrir spjall 🙂
Annars er skólinn líka að bjóða upp á portett kúrs núna. Ef til vill enda ég á að taka hann.

Hvað annað á maður að gera en að mynda þegar manni leiðist í Covid-19? ;)
Skjámynd
Daðey
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 146
Skráði sig: Sun Des 29, 2019 8:03 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Sun Nóv 01, 2020 3:45 pm

Góður þráður. Er einmitt í sömu pælingum...og vantar eitthvað dýpra en School of Photography þó það sé mjög gott efni finnst mér til að koma manni aðeins áfram.

Fór ekki Gunnar líka í NewYork Institute of Photography?
Svara