Þegar diskurinn hrynur

Allt á milli himins og jarðar
Svara
Elin Laxdal
Fókusfélagi
Fókusfélagi
Póstar: 234
Skráði sig: Þri Des 17, 2019 9:15 pm

Fim Jún 18, 2020 11:09 pm

Ég geymi myndirnar mínar á utanáliggjandi hörðum diskum, einum vinnudisk og öryggisafrit á minni diskum.
Svo gerðist það klassiska að vinnudiskurinn krassaði. Hann er nýr þannig að það átti ekki að gerast en gerðist samt.

Af því að diskurinn var nýr hafði ég trassað að taka öryggisafrit sl 2 mánuði (jada !)

Gúgglaði gagnabjörgun og fékk nokkra möguleika sem ég kannaði, leist misvel á, og fór að lokum með diskinn til Smartfix í Bolholti. Nafnið hræddi mig pínulítið en ég ákvað samt að fara þangað eftir að hafa talað við þá í síma.

Þetta tók dálítinn tíma og umræður fram og til baka en gögnum var bjargað á nýjan disk, þeir fixuðu gamla diskinn sem nú er hægt að nota sem backup.
Frábær þjónusta og mjög sanngjarnt verð fyrir mig (ekki jafn sanngjarnt fyrir þá).

Ég mæli eindregið með þeim: https://www.dv.is/lifsstill/kynningar/2 ... arnt-verd/
Skjámynd
Daðey
Stjórnarmaður
Stjórnarmaður
Póstar: 146
Skráði sig: Sun Des 29, 2019 8:03 pm
Staðsetning: Kópavogur
Hafðu samband:

Fim Jún 18, 2020 11:46 pm

Gott að það tókst að bjarga þessu :) ...og áminning í leiðinni fyrir mig til að taka backup ;)
Svara