Síða 1 af 1

Nisi filter kit pælingar

Sent: Mán Jún 15, 2020 7:25 pm
af Daðey
Hvaleyrarmyndin mín var eins og búist var við með fjólublárri dulu yfir sér eins og sjá má hér neðar, hann var öllu sterkari, ég dró niður í honum og finnst myndin bara pínu dulúðleg fyrir vikið. Liklega það skásta sem mátti ná úr þessu plastdóti...

En ég lét freistast og fór og keypti mér Nisi Filter kit, advanced utgáfuna þökk sé afslætti fyrir Fókusmeðlimi hjá Origo...og svo nú er bara að æfa sig annað kvöld.

Ég er búin að vera að skoða youtube og ýmislegt, en það sem enginn minnist á er...er fólk almennt búið að ákveða sig og græja sig heima (til að forðast ryk við að skipta um filtera) eða með allt heila klabbið með sér? Ef það fyrrnefnda, hvað mynduð þið velja ykkur fyrir sólarlagsmyndir morgundagsins?

Re: Nisi filter kit pælingar

Sent: Þri Jún 16, 2020 4:37 pm
af kiddi
Gott hjá þér! Ekki vera of stressuð með filterana, lítil rykkorn á filterum sjást aldrei á myndum og meira að segja kemstu upp með að vera með ágætis rispur á þeim án þess að það sjáist. Notaðu þetta bara eins og enginn sé morgundagurinn, og í versta falli ef einhver filter verður mjög slæmur þá er hægt að skipta honum út fyrir lítið :)

Re: Nisi filter kit pælingar

Sent: Þri Jún 16, 2020 8:28 pm
af Gunnar_Freyr
Vel gert!!

Sjáumst í fjörunni.

Re: Nisi filter kit pælingar

Sent: Þri Jún 16, 2020 9:29 pm
af Elin Laxdal
Til hamingju með þetta flotta sett ! Taktu allt með - þar sem fremsti Nisi-filter gúrú þjóðarinnar verður á staðnum er möguleiki á því að þú fáir góð ráð og leiðbeiningar.